Veröld Fjördísar

mánudagur, apríl 04, 2005

Ekkert blogg í næstum viku! Bíddu... hvað er að gerast?

Það er rafmagnslaust hérna núna, veit ekki af hverju en ég hef áhyggjur af matvælum. Áðan þá sprakk ljósaperan inni í eldhúsi, ætli að hafi einhver áhrif haft - spengt öryggi eða eitthvað þannig? Hvað gerir maður þá?

Jæja kúrsinn minn í Negotiation búinn, endaði með glæsibrag í síðustu viku. Heill dagur fór í að við lékum viðræður í Guatemala með ýmis málefni á borðinu. Það var ferlega gaman að vera Bandaríkin skal ég segja ykkur. Ég hafði búið til litla fána og kom inn veifandi þeim, og við opnunarræðuna þá spilaði ég þjóðsönginn Bandraríska undir... Ég hafði ekkert ákvörðunar- eða kosningavald, en það gerði ekkert til - valdið steig mér til höfuðs. Ég kom ferlega vel út fannst mér, á endanum þá samþykktu þau frekar að taka lán heldur en að krefjast peningagjafa, eftir að ég talað í einrúmi við herinn (Fran) og hótað að hætta leynilega greiðslunum til þeirra... Þetta var ferlega gaman :)
Þannig að nú er kúrsinn búinn og bara ritgerðin eftir!

Á föstudaginn bauð Irine mér og litlu stráknum í matarboð. Ég bakaði köku í eftirrétt og hún var mjög vel lukkkuð! Hefði þurft kannski aðeins betri blöndun en ég á ekki rafmagnsþeytara því miður :( Fórum svo út á Varmlands Nation, ágætt þar. Sænskur strákur settist hjá mér og rakti sögu sínu sem lautináti (?) í hernum, hvernig hann hafði verið að koma frá Afghanistan og væri að fara í lögfræði í haust og bla bla bla. Spes. Litlu strákarnir komu í björgunarleiðangur og strákurinn sat eftir og starði ofan í tómt glasið. Fékk samviskubit.

Gerði ekkert á laugardaginn, er ennþá að reyna að losna við hóstann.
Lautarferð með Irine og pjökkunum í gær, skórnir mínir drulluskítugir enda jörðin enn blaut í skóginum. Hjóluðum heim til Carls og ræddum um Kína, efnafræði, Þrjá konunga, páfann og tónlist. Þetta fólk hefur engan tónlistarsmekk! Ji hvað ég er heppin að geta hlustað á tónlist frá þessari öld! Kommon people! Nóg um það - ég þarf að fara á bókasafnið og skrifa ritgerð!