Veröld Fjördísar

mánudagur, mars 28, 2005

Kvef eða flensa?

Þá er það staðfest. Samkvæmt öllum greinum hef ég svo sannarlega flensu með öllu sem henni fylgir; háum hita, slappleika og vanlíðan, höfuðverk, stíflað nef, særindi í hálsi, hnerra, augnverkjum... Já mér líður svo sannarlega bölvanlega. Held samt að hitinn sé að lækka í dag, og ég virðist vera að fá matarlystina aftur. Hef reynt að sofa og halda mig í rúminu en það gengur lítið. Get ekki sofið, og rúmið mitt er svo óþægilegt að ég fæ bara í bakið og get ekki komið mér þægilega fyrir.

Á meðan íslendingar eru með magann fullan af páskaeggjum er minn fullur af slími og vibba.
Ég vorkenni sjálfri mér ótrúlega mikið!
Og það versta er að ég á ekki einu sinni verkjalyf hvað þá meira, og enginn hérna sem ég get sent út í apótek.

Á morgun á ég að vera á móti (? hvað heitir það - þegar einhver flytur fyrirlestur og eftir hann þá ræði ég hann og bendi á hvað betur gæti farið og þannig) Fran í Negotiation. Þarf að undirbúa mig fyrir það en er ekki að sjá mig lesa mikið í dag... Að auki er "Negotiation Day" á fimmtudag. Við tökum einar friðarviðræður fyrir, Guatemala í þetta skiptið, og skiptum hlutverkum á milli okkar og leikum það út. Ég er Bandaríkín og þarf að lesa mér til um hvernig þeir komu að viðræðum, hvað þeir vildu út úr þeim og þannig. Blar...

Ætla að reyna að leggja mig aftur, eða eitthvað...