Veröld Fjördísar

föstudagur, febrúar 06, 2004

Stal þessu af blogginnu hennar Huldu og fannst þetta mjög sniðugt. Greinilegt að maður verður að kíkja til Kanada til að ná að hylja alveg helling! Raggi, hvenær má ég kíkja í heimsókn ;) Svo sárvantar alveg eitthvað rautt í S-Ameríku, langar svolítið þangað (ég skal halda mig frá Kólumbíu mamma) að skoða mig um!
Hérna koma svo líka ríkin í USA sem ég hef heimsótt í lengri eða skemmri tíma. Algjör suðurríkjapæja!
create your own visited states map

Fór annars á tónleikana með U2 cover bandinu Die Herren á Nasa í gærkveldi. Þorgeir var svo lukkulegur að vinna miða á Rás 2 og elskulegur að bjóða mér með. Þvílík sviðsframkoma hjá söngvaranum - svolítið ýktur en náði þó að draga stemmningu út úr mannskapnum og fá það til að færa sig á dansgólfið fyrir fram sviðið. Þetta byrjaði pent og rólega, en undir endann var fólk farið að grúppíast og læti! Hitti Andra og Bigga þar, auðvitað voru þeir á U2 cover tónleikum, hvernig gat ég ekki giskað eftir að hafa heimsótt þá í írabælið Thomasville... thíhíhí

Er að fara á The Rasmus í kvöld á Gauknum, hlakka ferlega til! Bara skipulega og læti!
Þegar ég var send í hádegismatarleiðangur áðan heyrði ég í FM 957 - og hvað tekur á móti mér þar nema viðtal við hann Þorgeir! Hann var búinn að segja mér að hann átti að vera þar í viðtali, kynna Bjórkoll og gefa uppskrift að góðri bollu fyrir helgina. Ég má ekki segja neinum frá þessu en hann les ekki bloggið mitt og mun aldrei vita að ég kjaftaði hahaha. Hann stóð sig bara vel fannst mér, virkaði soldið þreytur (kl. var nú bara hálf 10) en það er bara rokk :)

Best að halda áfram að vinna! Góða helgi.
Já og ég öfunda EKKI Hjalti bróðir af því að vera í London núna á leið á tvo fótboltaleiki, bara svo það sé á hreinu!