Veröld Fjördísar

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Ég er næstum bara eftir mig eftir að hafa farið í ljós i kvöld, og ekki vegna þess að ég hafi brunnið eða eitthvað - nei, þetta var bara svo tæknilegt!
Ljósabekkurinn talaði mig mann, svo voru auðvitað allar stillingar þarna (vifta, ljós, útvarp, leiðbeiningar) og svo það flottasta - vantsúði. Maður gat valið hversu oft hann kom eða þá að hafa hann koma aðra hverja mínútu, annað hvort allan líkamann, andlitið, eða hvorutveggja, og mikið afskaplega var þetta þægilegt! Hef ekki farið í ljós í nokkuð langan tíma og skemmti mér bara konunglega :) Það þarf svo lítið til að skemmta mér....
Svo fórum við líka í sund á eftir og ofsalega var margt fólk þar í kuldanum, jæja þetta var ágætt.

Ég er búin að senda umsóknina mína til Svíþjóð og vonast til að komast að næsta haust. Er einmitt núna að horfa á áhugaverðan þátt á RUV um friðarhafa Nobels Elie Wiesel, sniðugur maður. Þessi þáttur er einmitt það sem ég hef áhuga á og vil læra, frið í heiminum! Svo einfalt er það - hljómar sakleysislega og einfalt en eins og við öll vitum er það langt frá í að vera það. Eða eins og Jimmy Carter fyrrv. forseti USA segir "Peace is more than absence of conflict" og þar hefur hann sko rétt fyrir sér!
Ofsalega verður manni heitt í kjöltunni af því að sitja með tölvuna í soldinn tíma....
Er að hugsa um að fara í háttin, another day of óskiljanlegt bókhald tomorrow. Furðulegt uppátæki svona reikningar og skuldir og þess háttar, ætla aldrei að eignast þannig.