Veröld Fjördísar

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Það er verið að uppfæra bókhaldsforritið í vinnunni svo ég get ekki unnið akkúrat í augnablikinu - svei mér leiðinlegt!

Annars já, hef ofsa lítð verið að tjá mig hér, enda er líf mitt ekkert æsispennandi neitt þessa dagana. Líkar bara ágætlega í vinnunni þrátt fyrir að vera enn svolítið týnd í þessu öllu saman. Og hef ákveðið að ég þurfi einhvern tímann á bókhaldsþjónustu að halda, ætla ég að senda öll mín gögn vel skiplögð, passa að enga reikninga vanti og svo framvegis. Bara svo grey fólkið á bókhaldsstofunni þurfi ekki að eyða dýrmætum tíma sínum í leit og afstemmingar o.s.frv.

Jæja uppfærslan búin og ég því líka í bili.