Veröld Fjördísar

föstudagur, janúar 23, 2004

Abbababb... ekkert vera að trufla mig - ég er nefnilega vinnandi manneskja!
Í morgun hringdi Erla í mig og bauð mér að koma upp á Fagverk, bókhaldsstofunni sem mamma hennar á, og athuga hvernig Aldísi (mömmu Erlu) litist á mig. Svo ég snaraðist þangað og byrjaði bara strax nokkrum tímum seinna! Er búin að vera að stemma af reikninga og bóka, eitthvað sem ég hef ALDREI gert áður og ekki tekið svo mikið sem einn bókhaldstíma í framhaldsskóla! En þetta hlýtur að koma svona með tímanum, verst að þá er ég örugglega að fara út! Pantaði mér far til Boston þann 23. febrúar svo þetta er akkúrat einn mánuður sem ég á eftir hér á landi.
En mér líst ágætlega á vinnuna og hef þá eitthvað fyrir stafni á daginn!
Svo bauð Erla mér heim áðan í taco pizzu og handbolta, ferlega fínn matur og ég er enn að springa. Hins vegar skemmdi náttúrulega síðustu 15 mín. af leiknum fyrir stemningunnni, en við gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar besta og gengur bara betur næst!

Getið hvað - haldiði að hann Valur hafi ekki bara farið á Converge tónleikana (sjá neðar) og ekki einu sinni dottið í hug að athuga hvort ég hefði áhuga! Hann er greinilega alveg hættur að kíkja á bloggið mitt og ég skal muna þetta... Svo þurfti hann að núa mér því um nasir hversu GEÐVEIKIR tónleikarnir hefðu verið, og efast ég ekki um það eitt andartak. En hí á hann því ég er að fara á tónleika með AFI, Thursday, og Coheed & Cambria í febrúar og honum er EKKI boðið! Enda eru þeir í Atlanta og lööööngu uppseldir! Ég get ekki beðið ég er svo spennt!!!! Take that Val!

Við Kvennódívurnar hittumst heima hjá Þórdísi sl. miðvikudagskvöld yfir spjalli og veitingum. Skoðuðum myndir frá menntaskólaárunum og rifjuðum upp gamla tíma. Vá hvað maður hljómar gamall...

Jæja, best að fara í háttinn enda nóg að gera í vinnunni!