Veröld Fjördísar

mánudagur, júlí 23, 2007

Það tekur nákvæmlega jafn langan tíma að taka strætó heim úr vinnunni og að hlusta á "The Empire Strikes First" með Bad Religion.

Heppilegt hvað pönktónlist er oft í styttri kantinum - hlakka til þegar Herdís kemur frá Malasíu og við förum að halda reglulegar hljómsveitaræfingar. Þið sáuð hvað ég tók mig vel út með gítarinn var það ekki. Klárlega aldrei of seint að byrja!

Annars er það helst í fréttum að ég er ekki að fara til Egyptalands og Jórdaníu í ágúst og nei, það hefur ekkert að gera með nördaráðstefnuna í Vín og ekki með Danmerkurferðina heldur. Veit að makan verður miður sín en ég bæti henni það upp!!! Tek kannski loksins Poison með Alice Cooper (með hreyfingum og tjáningu) fyrst ég beilaði á því í afmælinu. Ég er gunga.