Veröld Fjördísar

fimmtudagur, desember 28, 2006

Sniðugt hvað manni getur liðið svona mismunandi yfir daginn, eins og maður sé á hinum ýmsu aldurstigum. Tökum dæmi:

Í morgun var ég glaðbeitt í strætó, sýndi splúnkunýja rauða kortið mitt og var um það að fá mér sæti aftast þegar ég heyri kallað: "Heyrðu, viltu koma hérna aðeins að tala við mig!" Ég hrekk við og mjaka mér fram á við, ansi svona lúpuleg og leið eins og unglingi að svindla sér í strætó. Þá hafði hann bara litið vitlaust á kortið og þetta var allt í lagi, en fannst samt eins og allir sætu flissandi að mér....

Síðan var komið að fullorðinsstund þegar einn drengur sem vinnur nálægt mér kom við hjá mér og spurði hvort við ættum að sameina krafta okkar og fara á lunch saman í bænum.

Síðan týndi ég græna lúffuvettlinginum mínum úti og var eins og lítið barn og leita að hinum fyrir utan vinnuna mína í rokinu. Og missti svo naumlega af strætó.

Svo var aftur komið að fullorðinsstund þegar ég í bið eftir næsta strætó ég fór inn í bókabúð og keypti mér eina bók til að lesa, aðallega í strætó og svona, þrátt fyrir að vera með tvær bækur sem ég er að lesa á náttborðinu heima.

Og nú er bara að sjá hvað gerist í kvöld.... barna- unglinga- eða fullorðinsstemmning? Sjáum til, sjáum til...