Veröld Fjördísar

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Já og gleðilegt nýtt ár líka svona í leiðinni...
Herdís var farin að þrýsta svo á mig að ég er tilneydd til að koma hér einhverju á blað. Eða tölvu réttara sagt. Já og ekki bara hvaða tölvu sem er - MÍNA ferðatölvu! Foreldrar mínir voru það yndislegir að gefa mér þessa tölvu í útskriftargjöf! Ekkert leiðinlegt skal ég segja ykkur!

Annars hefur ekkert mikið verið í gangi undanfarið, jól og áramót eins og venjulega. Búin að hitta held ég flesta sem ég ætlaði mér, meira að segja Ragga bloggara og alles! Svei mér gaman :)

Arnar Logi var skírður 26. desember og ég fékk hann í pössun stuttu seinna, gaman að því!

Fékk nokkrar spennandi bækur í jólagjöf en hef ekki komist í þær enn - er að lesa Hogfather eftir Terry Pratchett, einstaklega jólaleg :) Hinar verða bara að bíða, maður leggur ekkert svona snilld frá sér!

Annars er það að gerast hjá mér að núna er ég að bíða eftir OPT atvinnuleyfinu mínu, sem gefur mér árs atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Ég á að fá það þann 10. febrúar en maður veit aldrei... kannski tekur það lengri tíma - vona samt ekki. Ég ætla allavega að fara út um leið og ég fæ það í gegn og leita mér að atvinnu í Atlanta. Hins vegar er ekki víst hvort ég noti það svo allt saman, ég ætla nefnilega að sækja um Master´s nám við Uppsala Háskóla í Svíþjóð. En það vill svo skemmtilega til að ég er einmitt fædd þar, þar sem pabbi var við Doktorsnám í sama háskóla á sínum yngri árum. Þar með gæti hafist nýr kafli í mínu lífi "Hjördís snýr heim" og orðið spennandi...

Er auðvitað búin að fara að sjá LOTR:ROTK og finnst hún ... já eiginlega ekki hægt að koma að því orðum! Mergjuð alveg, og Orlando er held ég bara flottari i henni en hinum tveimur... ótrúlegt en satt ;)

Jæja Herdís, ég er búin að blogga í bili - skal vera duglegra við að uppfæra núna, maður getur ekki annað látið spyrjast út sig núna með fartölvu, þráðlaust net og allt...