Veröld Fjördísar

mánudagur, ágúst 13, 2007

Okídókí, komin heim frá Vín hress og kát!
Hér eru myndir frá ferðinni, tékk it át.

Ferðin var alveg frábær í alla staði þrátt fyrir smá hnökra í upphafi, engan flugmiða, armpit of the universe, barþjón sem gaf okkur númerið sitt, löng flug, Heathrow og hita. Komum svo til Vínar og þar tók fólk mér ekkert sérstaklega vel í byrjun þar sem ég var valin í Öryggisráðið þrátt fyrir enga reynslu. Merkilegt að mæta svona öfund og leiðindi á fyrsta kvöldin, en það hvarf nú af fólki sem betur fer. Mikið að gera hjá okkur og mikil prógrömm á kvöldin. Úff og drama auðvitað. Það er alltaf drama í svona hópi. Nenni ekki að skrifa mikla ferðasögu, hægt að skoða bara myndir og svo tala við mig á msn eða eigin persónu.

Mikið er maður nú flottur svona í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á fyrsta dagi :P Þarna á myndinni má sjá Malte í blárri skyrtu, svo Giacomo og Marco - svona kjarninn í hópnum sem við María vinguðumst við.