Veröld Fjördísar

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Djöfull var ég leiðinlega manneskjan í strætó áðan. Fann það tilfinningaríkasta screamo sem ég átti á ipoddinum og hækkaði í botn svo fólk í kringum mig bölvaði mér örugglega í hljóði. En fjandinn hafi það ég átti það skilið. Í þau fáu skipti sem mér líður eins og Drew Barrymore* þá krefst ég þess að fá allavega að hlusta á tónlist og öskra inní mér og steyta hnefanum út í loftið ofan í buxnavasanum.

*Atriðið í "Donnie Darko" þegar hún fer út eftir að hafa verið rekin, þannig leið mér, og svo hefði ég viljað heyra það sem hún segir við Churitu sagt við mig.