Veröld Fjördísar

laugardagur, janúar 13, 2007

Sko, ég var að fá símtal núna rétt áðan og langar að blogga um það en má/get það ekki. Stundum er erfitt að vera á svona opnu bloggi þar sem fólk til dæmis gúgglar "hælsæri" og lendir á síðunni minni (án djóks, gerðist í gær sá ég).

Ég hef engar fréttir fengið af mökunni minni sem á núna samkvæmt dagskránni hennar að vera komin til Mexíkóstrandar þar hún mun eyða 10 vikum í að bíða eftir mér. Því þá, góðir hálsar, mun ég fljúga til Cancun og eyða 13 dögum í að þvælast upp til Mexíkó City og þaðan heim :D Ljúft? Ojá. Á ég það skilið? Svo sannarlega. Af hverju? Aþþí bara.

Í gangi:
- Heiða frænka var að eignast litla stelpu
- Ég var að kaupa mér leðurstígvél og ullarpils á útsölu
- Ég fer ekki á Liverpool - Barcelona
- Lárus Orri minn fór uppá slysó í kvöld með gat á augabrúninni
- Ég er hrifnari af rauðvíni heldur en hvítvíni
- Neil Gaiman er að gera góða hluti
- Ég er hins vegar ekki að gera góða hluti í FFX
- Ég var sammála landbúnaðarráðherra í fyrsta sinn í vikunni, enda er verðtrygging að valda mér martröðum

Ætla svo ekki allir að mæta á morgun til að styða TÞM?