Veröld Fjördísar

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Kláraði að lesa Skipið hans Stefáns Mána í gær og var andvaka á eftir. Veit ekki hvort það var vegna bókarinnar, sem er jú örlítið hrottaleg - eða þá að ég hugsi bara alltaf svona hræðilega mikið þegar ég fer að sofa. Ekki nóg að mig dreymi svona mikið, heldur er ég alltaf núna með heilann á fullu fyrir svefninn - ekki skrýtið að maður sé alltaf svona sybbinn í vinnunni!