Veröld Fjördísar

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Djöfull var ég leiðinlega manneskjan í strætó áðan. Fann það tilfinningaríkasta screamo sem ég átti á ipoddinum og hækkaði í botn svo fólk í kringum mig bölvaði mér örugglega í hljóði. En fjandinn hafi það ég átti það skilið. Í þau fáu skipti sem mér líður eins og Drew Barrymore* þá krefst ég þess að fá allavega að hlusta á tónlist og öskra inní mér og steyta hnefanum út í loftið ofan í buxnavasanum.

*Atriðið í "Donnie Darko" þegar hún fer út eftir að hafa verið rekin, þannig leið mér, og svo hefði ég viljað heyra það sem hún segir við Churitu sagt við mig.

mánudagur, júlí 23, 2007

Það tekur nákvæmlega jafn langan tíma að taka strætó heim úr vinnunni og að hlusta á "The Empire Strikes First" með Bad Religion.

Heppilegt hvað pönktónlist er oft í styttri kantinum - hlakka til þegar Herdís kemur frá Malasíu og við förum að halda reglulegar hljómsveitaræfingar. Þið sáuð hvað ég tók mig vel út með gítarinn var það ekki. Klárlega aldrei of seint að byrja!

Annars er það helst í fréttum að ég er ekki að fara til Egyptalands og Jórdaníu í ágúst og nei, það hefur ekkert að gera með nördaráðstefnuna í Vín og ekki með Danmerkurferðina heldur. Veit að makan verður miður sín en ég bæti henni það upp!!! Tek kannski loksins Poison með Alice Cooper (með hreyfingum og tjáningu) fyrst ég beilaði á því í afmælinu. Ég er gunga.

Vegna þess hve duglegur Pétur hefur verið að opna sig og játa hluti fyrir sér og öðrum, held ég að það sé kominn tími á mig. Fyrir utan það var Perlan eitthvað að klukka mig um daginn, en ég held að þessi færsla verði bara mín klukkfærsla.

Þá er komið að því - fólk, ég er nörd.

Ég veit að ég hef alltaf verið smá skrýtin, frá því að ég gekk um í Dickies buxum yfir í að setja púðursykur á skyrið mitt, en ég verð að játa að ég er nörd.

Ég spila Final Fantasy tölvuleikina. Ég les allt sem ég kemst yfir um ævintýraveröld Terry Pratchett. Ég les myndasögur og horfi á fótbolta. Ég hata að versla föt og skó, og dáist að fólki eins og Sigga pönk. Ég hlusta á gelgju ameríkurokk og unglingapönk. Mér finnst yfirleitt leiðinlegt að dansa á skemmtistöðum en get ekki beðið eftir að byrja á salsa-námskeiðinu með Pétri, sérstaklega eftir að við fórum á Ólíver í sl. viku og fengum smá forsmekk af því sem koma skal. Og nú er ég að fara til Vínarborgar í 5 daga að leika Belgíu í Öryggisráði SÞ með öðrum nördum. Hámarkinu náð?

Ég flýg út þann 4. ágúst og kem aftur heim 10 og nota sumarfríið mitt úr vinnunni í þetta. Verð í móttökum (meðal annars hjá borgarstjóra Vínar), skoða borgina, verð á fundum, skrifa "resolutions" og set mig inn í málefni sem ég þekki lítið - þau öfl sem eigast við innan Afganistan og í nágrannalöndunum, hvernig þau tengjast innbyrðis, og mögulegar lausnir um varanlegan stöðuleika í mið- og austur Asíu. Þetta geri ég með öðrum nördum sem klæða sig í jakkaföt, læra hvernig á að ávarpa aðra og leika önnur lönd. Og allt þetta bara til gamans.... Mikill undirbúningur hjá mér framundan til að standa mig vel við ræðuhöld og að gera þetta allt saman þunn miðað við þessa dagskrá :)

Jæja ég það er komin svefntími hjá mér. Og þegar ég segi svefntími þá á ég við að ég leggst upp í rúm með nýju Harry Potter bókina sem ég keypti í gær og held áfram að lesa. Við nördarnir fáum ekki mikinn svefn þessa dagana...

sunnudagur, júlí 15, 2007

Ferðasagan (í formi mynda) er komin á netið hérna.

Vinsamlega athugið að ég skrifaði undir myndirnar og þar má finna nánari útlistingar á ævintýrum mínum í Danaveldi. Eða minna ævintýri, meira svona... chill. Því fólk, þetta var frí. Svona alvöru frí þar sem ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinu, að drífa mig að gera eitthvað eða sjá eitthvað eða versla eitthvað. Bara rokk og rólegheit í Thisted. Ó svo notalegt :)

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Ha, erudi ad undast um mig?

Bara nokkur ord hedan ur sveitasælunni i Danmørku.
Eins og tid vitid ta stefndi eg a ad fara a Hroarskeldu og flaug ut sl. midvikudag. Var eina nott i Køben med vinum minum og stemmningin fyrir ad mæta i drullusvadid var litil sem engin. Til ad gera langa søgu stutta, ta hætti eg vid ad fara a Skelduna, en tok i stadinn lest til Thisted a mid Jotlandi tar sem Gummi vinur minn byr. Var her um helgina og fannst svo mikil synd ad fara heim eftir tennan stutta tima her ad eg framlengdi dvølina herna fram a føstudaginn.

Tetta er sko fri.
Tad erfistasta sem eg hef turft ad gera ad velja hvort eg ætti ad kaupa kirsuber eda hindbær herna i gøngugøtunni. Keypi hvorutveggja...
Leigdi mer hjol adan og hef verid ad teysast um bæinn a medan Gummi er i vinnunni. Læt inn myndir og svona fineri tegar eg kem aftur heim. Fæst ord bera minnstu abyrgd en tar er ein dynamisk mynd af mer a gulum rafmagnsgitar ad taka solo i stofunni. Eg var ekki edru.

Tannig ad eg hef tad bara ljuft og gott herna tvi eins og sumir vita hefur mig lengi langad til ad kikja hingad. Eg er dottin i dønskuna a fullu og nota hana til jafns a vid enskuna til ad gera mig skiljanlega. Merkilegt hvad tetta kemur fljott hja manni tratt fyrir eitt og eitt svona "Jons Gnarr augnablik"...

"Jeg vil gærne købe en billett til Thisted tak!
Til hvaaaad....
"Erm... Thheeested, Thistad, Tisted...."
Aaaaaah Thisted!
"Eh, ja tak"