Veröld Fjördísar

föstudagur, apríl 27, 2007

Ég er svo andlaus í þessari rigningu að ég ætla að birta smá bút úr e-maili sem ég sendi Herdísi fyrir næstum tveimur vikur. Botninum náð í bloggheimum? Athugið að hlutar þessa pósts hafa verið fjarlægðir og ritskoðaðir. Mitt blogg, ég ræð!

...
Annars var heimferðin bara hin besta. Eftir að hafa þvælst um flugvöllinn í leit að pósthúsi fann ég loks einn mann sem benti mér hvar ég gæti keypt frímerki, þar var mér bent á verslun sem benti mér annað þar sem ég loksins fékk þau. En þá var auðvitað enginn póstkassi nálægt mér. Sem betur fer var maður nr. 1 svo almennilegur að taka við póstkortunum mínum og lofaði að koma þeim á réttan stað. Sjáum hvort það hafi ekki gengið eftir, allavega hefur enginn fengið neitt ennþá... (UPDATE Póstkortin mín hafa borist til Anne í Kanada og Gumma í Danmörku). Fluginu mínu til Chicago var seinkað og það var allt i lagi, en hins vegar var fluginu þaðan til NY líka seinkað sem orsakaði mikil hlaup og svita um helvítis JFK sem er verri en nokkur flugvöllur sem ég hef farið á á ævinni. Þökk sé hinni hefðbundnu Icelandair seinkun þá náði ég fluginu til Íslands, yay! Kom inn í flugvélinna, sveitt og klístruð, og vonaðist bara til að lenda ekki við hliðina á neinum sætum. Sá að í minni röð voru ekkert nema síðhærðir rokkarar og þá gladdist ég yfir heppni minni. En ég vissi ekki bara hversu heppin ég var með sætisfélaga! Ég sat samsagt við hliðina á honum Troy og svo var Jasun tvíburabróðir hans þar við hliðina. Í tveimur sætum hinum megin megin við ganginn voru svo Mike og Chris. Og ég get sagt þér að yndislegri drengi hef ég sjaldan hitt. Sérstaklega bræðurnir. Við töluðum saman allan tímann og þessir rúmir sex klukkutímar liðu ferlega hratt, hef aldrei skemmt mér svona vel í flugi áður. Þeir eru samsagt hljómsveitin Zero Hour frá Kalíforníu og voru á leið til Hollands til að headline eitthvað festival þar, og svo á leið til baka ætluðu þeir að spila tvenna tónleika á Íslandi. Auðvitað var ég sett á gestalista með det samme, með loforðum um að hittast aftur og allt það. Mikil faðmlög bless á flugvellinum. Svo bara kom ég heim þar sem Ansia beið mín og þar voru miklir fagnaðarfundir - ég svaf í 3 tíma og síðan fórum við á Þingvelli að skoða okkur um í fínu veðri (myndir á facebook).

Á laugardeginum fórum við að keyra í Hvalfriðinum, komum svo við hjá afa á Akranesi og kíktum á Langasand og svona, ágætur dagur þrátt fyrir rok og rigningu. Þegar við komum heim fórum við að gera okkur klára fyrir tónleika Zero Hour. Auðvitað tók það langan tíma og við vorum ekki komnar niður í bæ fyrr en á miðnætti. Það var allt tómt. Byrjuðum á Dillon, svo aðeins á Bar 11, og loks á Grand Rokk. Það var síðasta upphitunarbandið að klára svo við fengum okkur bjór (ég hefði bara átt að sleppa því, komin með nóg) og svo voru mikil faðmlög þegar ég hitti aftur strákana mína á leið upp á svið. Þar rokkuðu þeir sokkana af húsinu, þeir spila progressive metal, mjög tæknilegt, og Troy er sá allra flinkasti bassaleikari sem ég hef séð og Jasun mjög góður gítarleikari líka. Hins vegar var Chris söngvari ekki beint í mínum stíl og þó svo þetta væri stuð þá er þetta ekki beint mín tónlist. En ég rokkaði fyrir framan sviðið og strákarnir hömuðust við að gefa mér metal merki. Eitt það yndislegasta við þá eru hversu hrikalega metal þeir eru. Allir með sítt hár, á fertugsaldri, og hver einasta setning hjá þeim endar "yeah, metal" eða "wow that´s SO metal...yeah" og metal merki gefið með fingrunum. Mér finnst það æði, þeir eru svo mikil metalkrútt. Allavega, vorum að spjalla við þá eftir tónleikana aðeins...[RITSKIÐAÐ]... þegar stelpa kom upp að mér þar sem ég sat á barnum og BEIT MIG í upphandlegginn. Shit hvað það var sárt. Núna viku seinna er mér enn illt og hef verið alla vikuna. Kærastan hennar sem var þarna með þessari klikkuðu gellu var ekki sátt og dró hana í burtu. Weird.[EYTT]

Á Grand rokki hitti ég Þorstein, gaurinn sem flutti Zero Hour inn og þeir gistu hjá og svona. Hann hafði heyrt um mig og kom upp að mér að spjalla. Kom í ljós að hann var að fara með á Gullfoss og Geysi á sunnudaginn, og þar sem við Anisa vorum líka að fara þá ákváðum við að slást í för með þeim. Á páskadag vaknaði ég svo hræðilega þunn, fékk mér lítið páskaegg og fór í lopapeysu. Hittum Þorstein og strákana heima hjá honum (hann býr niðri á Rafstöðvarvegi, fyrir neðan Ártúnsbrekkuna) og allir voru hálf glærir eitthvað. Kærastan hans Þorsteins kom líka, sem og einhver gaur annar og Atli, sem hafði verið í einnu upphitunarhljómsveitinni. Hann var í leðurbuxum og svart hár niður á mitti þannig að þetta var mjög föngulegur hópur sem hélt af stað. Veðrið var ömurlegt, en þeir voru allir ánægðir og eru bara svo yndislegir og góðir strákur að manni verður næstum óglatt! Dæmi: Jasun bað mig um að taka smá myndskeið af þeim á vídeokameruna sína, ekkert mál bara stóð og beindi henni að þeim í 2 mín eða svo. Þegar hann kemur aftur þá fæ ég næstum bara faðmlag og ræðu um hversu mikið sweetheart og góð ég sé. Metal, yeah! Myndir af þeim á facebook síðunni hennar Anisu.
Við gullfoss ákváðum við að skila Troy aftur til hinna strákanna og halda heim, en þeir ætluðu að fara Þingvallaleiðina heim. Það var páskamatur heima svo við drifum okkur bara í bæinn, enda ömurlegt veður líka. Mikil faðmlög og kossar og myndir þegar við kvöddumst. [EYTT] Allavega, þetta var hljómsveitin mín og ég fékk skemmtileg skilaboð frá Jasun á myspace síðuna mína, yndi. Hann er einmitt að fara að gifta sig eftir 2 vikur í Vegas af Elvis... tacky shit. En hann hlakkar til. Gott fyrir hann. Á eftir að segja þér kannski fleiri sögur af þeim seinna.
...

Þetta var svo langt blogg að ég er stikkfrí yfir helgina!

föstudagur, apríl 20, 2007

Nú er svo komið að fólk þekkir mig ekki án kápunnar minnar. Skortur á persónuleika?

Magnað hvað það venst ágætlega að hafa ekkert bragðskyn. Eftir rétt rúma viku án þess finnst mér bara allt í lagi að borða epli í hádegismat og Cherrios í kvöldmat. Óþarfa stúss að flækja mat eitthvað meira en það.

Ég er búin að skrifa við allar myndirnar mínar frá Mexíkó. Ekki að neinn sýnist mér hafi áhuga, hefur í alvöru einhver skoðað? Ég veit að ferðamyndir frá öðrum eru ekkert það skemmtilegasta í heimi, en þetta er allt sem þið fáið. Engar fleiri Mexíkó myndir af þessari ferð til í heiminum. Ekki eftir að óprúttnir Víetnamar ákváðu að Herdís væri að ferðast með of mikið af dóti og ákváðu að geyma fyrir hana (til frambúðar) myndavélina og 80 gb ipoddinn með öllum okkar myndum og myndskeiðum.

Annars bara gleðilegt sumar.
Já og, hver er með á Hróarskeldu? Einhver? Against Me! eru að spila sjáðu til og þá neyðist ég víst til að skreppa þangað...

mánudagur, apríl 16, 2007

Ég er alveg á fullu að skrifa við myndirnir mínar frá Mexikó. Ef einhver er alveg að farast úr forvitni þá má skoða þær hérna. Albúm 1 og albúm 2.

Ég er reyndar að fara að sofa núna því ég er að deyja úr kvefi og þarf að vakna snemma, en ég mun klára að skrifa við myndirnar á morgun vonandi :)

mánudagur, apríl 09, 2007

Ha jújú, ég er alveg komin heim frá Mexíkó sko!

Hef bara verið upptekin við að leika við Anisu núna síðan ég kom :) Hún kom til landsins degi á undan mér og því vorum við tilbúnar beint í allan túristapakkann um leið og ég lenti nánast. Höfum farið á Þingvelli, Akranes, Gullfoss og Geysi, metal tónleika á Grand Rokki og verið bitnar þar af lesbíu með dreadlokka.

Annars mun ferðasagan frá Mehíkó koma þegar Anisa er farin aftur heim örugglega bara, svona um næstu helgi sirka. Ég er mjög upptekin þessa dagana við að festast ekki á facebook. Undarlegt hvernig svona síður ná manni algjörlega.

Back to trashy martinis... METAL!!! YEAH!!!