Veröld Fjördísar

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Kæru vinir,

Þakka ykkur innilega fyrir allar afmæliskveðjurnar, pakkana, sms-in, símhringingarnar, mæspeis comment og skilaboð, msn kveðjur og hlýjar hugsanir.

Þetta var allt þess virði þegar ég stóð á bókasafninu í dag og spurði hvað það kostaði að endurnýja skírteinið mitt:
"1200 krónur", svarar strákurinn, "eða, hvað ertu gömul...?"
Ég svaraði því (mundi að segja 28) og hann glottir bara. Ég ætla nefnilega að gera ráð fyrir því að það sé eitthvurt unglingaskírteini til og ég sé svona assgoti ungleg enn!

Meira um þennan svakalega fína dag sem ég átti í dag á morgun.

Hápunktur dagsins (eða einn af þeim):
Þegar Gummi vinum minn í Danmörku sendi mér sms í morgun og sagði að hann hefði verið að mæta skriðdreka úti á götu...

sunnudagur, febrúar 18, 2007

mánudagur, febrúar 12, 2007

Ef þessi frétt hefði verið um Bandaríkjamenn þá myndi maður heyra endalaust fuss og svei um hvað Ameríkanar eru heimskir og vitlausir. Það er alveg með ólíkindum hvað fólk hefur mikla fordóma gegn þeim - fer mjög í taugarnar á mér sem hef búið þar og ég get rétt ímyndað mér hvað ferðamenn þurfa að þola þegar fólk útí heimi fer að röfla við það um pólítík og hluti sem það hefur oft litla þekkingu á.

Og einhvern veginn er það bara viðurkennt að það er allt í lagi að finnast kanar vera heimskasta, feitasta, ljótasta, og minnst upplýsta þjóð í heimi. Gerir okkur einhvern veginn betri. Upphefjum sjálf okkur með að troða aðra í svaðið.

laugardagur, febrúar 10, 2007

Rosalega er ég orðin þreytt á því að vera sífellt að berjast við að finna einhvern til að gera með mér hluti.

Í dag var ég með boðsmiða á opnun myndlistarsýningar á Kjarvalsstöðum. Jú, Þórdís hafði áhuga en komst ekki.
Ég á 2 fyrir 1 miða á bíómyndina Pan´s Labyrinth sem ekki virðist mikill áhugi fyrir nema hjá mér.
Og í kvöld eru tónleikar á Sportbarnum til styrktar hjartveikum börnum, nokkrar mjög spennandi rokksveitir að koma fram, en aftur, enginn áhugi...

Fokk it, fer ein.

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Ég er ekki afbrigðisöm, ég er afbrýðisöm.