Veröld Fjördísar

mánudagur, september 25, 2006

Ég virkilega fíla ekki þegar ég skrifa blogg sem síðan birtist ekki því Blogger á í einhverjum bölvuðum vandræðum. Ekki séns ég nenni að skrifa upp á nýtt. Enda var þetta örugglega líka leiðinlegt blogg fyrir alla nema sjálfa mig. Ekkert nema röfl um einhverja hljómsveit, techno tónlist, diplómataklúbb, síðasta strætó heim, og góða veðrið í dag.

Held ég fari bara að sofa í staðinn. Byrja á ævisögu Gerrard kannski bara. Jamm og jæja....

Það er ekkert lítið flókið að reyna að fylgjast með sögunni um Coheed and Cambria. Nú er að koma nýr diskur frá þeim í nóvember, ekki samt undir þeirra merkjum heldur heita þeir þar Prize Fighter Inferno, sem er alias fyrir Jesse úr sögunni. Hann er að segja söguna frá sínum sjónarhóli og orðið á götunni er að tónlistin muni mestmegnis vera Claudio á kassagítar. Engu að síður spennandi. Kannski að maður fari að botna eitthvað meira í þessari sci-fi rokksögu, samt eiginlega meira líklegt bara að ruglast enn frekar...
Held ég ætti bara að fara að hlusta á meira techno og gera lífið einfalt :D Hehehehe Fékk góðan skammt af því um helgina ásamt því að ná að rifja upp nokkrar golden moments from Thomsen árunum með Írisi. Var sko ekki með Írisi að rifja þetta upp heldur voru þetta stundir á Thomsen með Írisi.
Vá hvað ég er ekki að ná að hugsa heila setningu núna. Ætla að fara að hreinsa rifsber.

mánudagur, september 18, 2006

Til sölu:
Lítið notað og vel með farið skrapp dót.
a.v.á.

Ég meina það. Ég er núna búin að puða í tvö heil kvöld yfir þessari skrapp síðu sem ég er að gera fyrir Þórdísi og þessu er nú lokið. Afraksturinn er eins og ofvirkt barn hafi komist í skæri og lím og ákveðið að föndra smá fínt.... Ég er hræðileg með svona dúllerí - það verður sko ekkert föndur í mínu gæsapartýi, heyrir þú það Þórdís! Og hananú.

Annars er það helst að frétta að við Herdís sáum 9 myndir á kvikmyndahátið og þær ullu okkar allar meira eða minna vonbrigðum. Fyrir utan tæknilegu hliðina sem var algjört flopp í hvert einasta sinn. Ég á helst eftir að minnast hennar fyrir að ná að smygla fullt af kvöldmat inn í bíó, og svo rónanna á Núðluhúsinu sem við sáum hent út - og ein úr eldhúsinu ekki rög með berefli hlaupandi á eftir þar til karlinn rak hana aftur inn í eldhús. Fjör.

þriðjudagur, september 12, 2006

Skyndi...próf.

Hver eftirfarandi fullyrðinga er röng? Athugið að eins má merkja við eina setningu í hverjum lið.

[ ] H fór út á lífið á laugardagskvöldið
[ ] H eins og svo oft áður fór á Bar 11 í miðbæ Reykjavíkur
[ ] H skemmti sér konunglega yfir rokkabillítónlistinni
[ ] H fór að spjalla við ungan mann og leist vel á
[ ] H keyrir hann heim daginn eftir
[ ] H hittir hann aftur á mánudagskvöldið ásamt hinum úr hljómsveitinni, pöbbarölt tekur við
[ ] Ungi maðurinn er ósköp venjulegur íslenskur strákur, ekkert vesen

Af hverju þarf ég að hitta alltaf fólk sem býr í útlöndum! Hvort sem það er Taryn mín í Texas eða rokkabíllistrákarnir í Kings of Hell frá Flórdía, þá fara alltaf bara allir úr landi!!! Loksins hitti maður einhvern almennilegan en nei.... farin heim aftur. Kemur reyndar aftur í júní á næsta ári að spila á tattoo hátíð hér í Reykjavík. Oh well, svona er þetta bara. Ég er farin að horfa á Prison Break og svo snemma að sofa. Stefni á að sjá heilar 3 bíómyndir á morgun. Allt plan úr skorðum í kvöld því myndin sem við ætluðum á var auglýst á vitlausum tíma og fórum við því í fýluferð í Háskólabíó. Ég skutlaði Herdísi þá bara aftur heim og skellti mér á Klúbbinn að horfa á síðustu 20 mín af PSV - Liverpool. Stökk upp af stólnum þegar Gerrard átti skotið þarna í bláendann. Hrikalega hefði verið ljúft að sjá hann inni :)

fimmtudagur, september 07, 2006

Í gær var ég eitthvað að þvælast inni hjá sendiherranum þegar hún segir við mig:
"So Hjördís, I notice that you have a tattoo on your ancle..."

Ég auðvitað fer í hraði í huganum í gegnum allar þær reglugerðir eða prótókol sem ég gæti verið að brjóta en finn ekkert þegar hún bætir við:

"I´ve always wanted a little tattoo myself..."

Ég tek alveg andköf af ánægju og æsingi og byrja að þylja upp hversu menningarlega mikilvægt það væri fyrir samskipti landanna ef hún fengi sér nú einhverja íslenska rún. Hún setti mig í málið svo næsta klukkutímann fann ég rúnir og merkingu þeirra og kynnti svo fyrir henni. Hún hreinlega flissaði af spenningi og spurði mig á innsoginu hvort ég vissi um einhverja hreinlega og góða stofu og fékk svo smá bakþanka þegar hún hugsaði um hvað maðurinn hennar muni segja. Ég náði að sannfæra hana svo hún er að pæla í þessu núna og ætlar að taka ákvörðun bráðum. Ég held að ég eigi aldrei eftir að sjá nokkurn ólíklegri til að fá sér tattoo en þessa rúmlega fimmtugu, rólindis konu. Shiiii hvað ég er góður starfskraftur!

Ég las það í Mogganum um daginn að fiðrildi á ensku, butterfly, var upphaflega nefnt "flutterby" Það þykir mér mun fallegra orð og eðlilegra fyrir þessar flögrandi verur heldur er smjörfluga...

föstudagur, september 01, 2006

Djöfull eru Tryggvi og Hjalti fyndnir maður, HAHAHAH

aular

ég get ekkert gert! Bloggið sýnir að færslan sé bara einu sinni inni svo ég get hvort eytt þessum tveimur auka né editað!

Mér er sama, mér finnst það töff.