Skyndi...próf.
Hver eftirfarandi fullyrðinga er röng? Athugið að eins má merkja við eina setningu í hverjum lið.
[ ] H fór út á lífið á laugardagskvöldið
[ ] H eins og svo oft áður fór á Bar 11 í miðbæ Reykjavíkur
[ ] H skemmti sér konunglega yfir rokkabillítónlistinni
[ ] H fór að spjalla við ungan mann og leist vel á
[ ] H keyrir hann heim daginn eftir
[ ] H hittir hann aftur á mánudagskvöldið ásamt hinum úr hljómsveitinni, pöbbarölt tekur við
[ ] Ungi maðurinn er ósköp venjulegur íslenskur strákur, ekkert vesen
Af hverju þarf ég að hitta alltaf fólk sem býr í útlöndum! Hvort sem það er Taryn mín í Texas eða rokkabíllistrákarnir í Kings of Hell frá Flórdía, þá fara alltaf bara allir úr landi!!! Loksins hitti maður einhvern almennilegan en nei.... farin heim aftur. Kemur reyndar aftur í júní á næsta ári að spila á tattoo hátíð hér í Reykjavík. Oh well, svona er þetta bara. Ég er farin að horfa á Prison Break og svo snemma að sofa. Stefni á að sjá heilar 3 bíómyndir á morgun. Allt plan úr skorðum í kvöld því myndin sem við ætluðum á var auglýst á vitlausum tíma og fórum við því í fýluferð í Háskólabíó. Ég skutlaði Herdísi þá bara aftur heim og skellti mér á Klúbbinn að horfa á síðustu 20 mín af PSV - Liverpool. Stökk upp af stólnum þegar Gerrard átti skotið þarna í bláendann. Hrikalega hefði verið ljúft að sjá hann inni :)