Veröld Fjördísar

mánudagur, júlí 24, 2006

Síðustu daga er ég búin að:

 • Vera tvo daga heima hjá mér veik
 • Halda að ég sé búin að ná mér af lasleika
 • Komast að því að ég er bara enn drullukvefuð
 • Sjá Bóas söngvara Reykjavík! eiga Barinn og alla þá sem voru að horfa. Magnaður
 • Fara í fjölskylduútilegu með Geira og foreldrum hans
 • Sitja úti á palli á hlýrabol og lesa Rauðu seríuna
 • Skjálfa úr kulda á pallinum þrátt fyrir glampandi sól en þrjóskast við
 • Láta mömmu hans Geira bera í mig hvert glasið af fætur öðru af koníaksblöndu (fyrir hálsinn)
 • Rölta eftir sandstöndinni og hugsa um lífið og kisur
 • Fylla út fleiri blaðsíður af persónulegum upplýsingum svo ég geti fengið öryggisheimild
 • Horfa á "Velkomin til starfa" myndband sem ég hélt að hefði verið framleitt á 8. áratugnum en kom víst út 2002
 • Hlaupa í strætó fyrsta daginn í vinnunni og sitja öll sveitt og klístuð í vagninum án þess að hafa hugmynd um hvar ég ætti að fara út úr honum
 • Brosa út í annað þegar ég gekk inn í Sendiráðið í fyrsta sinn sem starfsmaður með "Baby, I´m an Anarchist" í eyrunum og glotta að því nú sé ég virkilega Spineless Liberal
 • Dæsa af ánægju þegar ég gekk um miðbæinn í embættiserindum í glaðasólskini á peysunni og brosa út í tilverunna. Ég hlakka til að halda áfram í vinnunni, finnst hún skemmtileg, áhugaverð og fjölbreytt. Þokkalega sátt bara með lífið núna!

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Hvað er verra en að vera veikur heima annan daginn í röð þegar það er svona veður úti?

Jú, að það skuli loksins vera hringt í mann og spurt hvort ég gæti farið að kafa... týpískt!

föstudagur, júlí 14, 2006

Ég og Herdís fórum á tónleika á Amsterdam í kvöld (Bela og Shadow Parade) og ég kemst bara ekki yfir hvað mér finnst krúttlegt að hafa teiknað rautt hjarta á handarbakinu frekar en stimpil eða X eins og maður fær svo oft, Amsterdam er nýji uppáhalds staðurinn minn! Enda búið að loka Gauknum og setja hann á söluskrá...

Já og njótið svo þessa myndbands :D

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Í öðrum fréttum: haustið virðist ætla að koma snemma í ár!

Kommusetning dagsins kemur úr sama texta og fyrr: Sá neðri er aðeins um 5 m hár, en sá efri, sem heitir Olnbogafoss, er um 10 m hár, og einnig með þunnri bergbrík stutt fyrir framan, sem myndar þröngar dyr, næstum jafn háar fossbrúninni, en á milli hennar og fossins, er skútahvelfing að utanverðu.

Útilegumyndir eru komnar í hús og þemað í þeim virðist vera: Boccia er furðulegur leikur, Hjördís er alltaf eins og fífl á myndum, en Rúnari finnst gaman að dansa. Hafið samband ef þið hafið áhuga á að sjá þær. Mæli samt ekki með því. Því þær eru asnalegar.

föstudagur, júlí 07, 2006

Hjördís says:
skal kannski koma með baðföt

Erla - 27 dagar í Þjóðhátíð says:
hehehe baðföt.... þetta segir enginn nema hjördís

Hjördís says:
heheh takk takk

Erla - 27 dagar í Þjóðhátíð says:
hvað er málið með rauðkálið og rabbarbarasultuna?

Hjördís says:
ég borðaði það í gær!

Hjördís says:
og uppgötvaði að það var allt í lagi, svona í litlu mæli með matnum

Erla - 27 dagar í Þjóðhátíð says:
hehehehehehe

Erla - 27 dagar í Þjóðhátíð says:
þú ert stór furðuleg

...nei, er það nokkuð?

Máría, mild og há
móðir guðs á jörð...

Ég er búin að vera með jólalag algerlega fast í hausnum á mér í allan morgun. Því fór vel á því að boðið var uppá hangikjöt og meðlæti í hádegismat.

........................BLESS BLESS...........................


Jæja, kveðufaðmlagið, sá fyrsti til að vera sendur heim úr Rock Star...


Og það var ekki Magni :) Hann var ekki einu sinni í neðstu þremur! Smáborgarinn ég fylgist með svona hlutum sjáið til.

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Jæja þar sem ég hef verið í öðrum verkefnum undanfarið í vinnunni hef ég ekkert unnið með textann eftir vin minn hérna fyrr en nú aftur í dag. Þá er kominn tími til að hefja aftur hin vinsæla dagskrárlið, setningu dagsins:

Inn af leirunum eru á víxl sandhólar með hangandi rofabörðum, ker af ýmsum stærðum, slétt, grösugir móflákar vaxnir grasi, lyngi, fjalldrapa og laufviði, lágir og víða langir hryggir, kallaðir mógarðar, og þar er blóðberg víðsvegar, í stórum ilmandi flekum, þar sem þurrast er.

9 kommur takk fyrir, og svona fallegur texti.

Annars mega afmælisrottur og afmælissjómenn taka til sín kveðju hérna. Rosalega eru allir að verða fullorðnir annars. Komnir með skrifstofu og læti! Ok reyndar er ég að tala um sjálfa mig hérna, get ekki beðið að skreyta - koma með plöntur og myndaramma og brjóstsykurspoka til að geyma í skúffunni. Hef væntanlega störf um mánaðarmótin þar sem finnst ekki manneskja til að taka við af mér hérna fyrr. Skrifstofan snýr út að Túngötu, endilega komið og kíkið við fyrir utan, ég skal vinka ykkur í gegnum gluggann. Munið bara að þetta er sendiráð og kannski eitthvað af leyniskyttum fyrir utan. Tími til að taka í notkun ninja múvin og setja í stelth mode. Eða bara koma inn, annað hvort.

mánudagur, júlí 03, 2006

Á föstudaginn var hringt í mig og ég boðuð í atvinnuviðtal vegna vinnu sem hafði verið búin að fá nei við. Mætti á laugardaginn í einn og hálfan tíma í spurningar og próf, svo var sent eftir mér áðan í leigubíl, ég hitti fólkið aftur og mér boðin staðan. Ég sagði já.

Ég er semsagt komin með vinnu.
Framtíðarvinnu. Með eigin skrifstofu og allt. Við hliðina á sendiherranum sem ég er að fara að aðstoða. Svo nú verð ég að fara að segja "eh?" á eftir hverri setningu eins og hinir Kanadabúarnir...