Veröld Fjördísar

sunnudagur, janúar 29, 2006

Ég mæli bara með að lesa bloggið hennar Herdísar til þess að fá fréttir af mér, hún er orðin ótrúlega afkastamikil stúlkan!

Stiklur:
- Þórdís átti afmæli í gær, til lukku með það dísin mín!
- Daði Snær, sonur Arnþórs og Kötu, lést í sl. viku. Átakanlegt og maður hugsar auðvitað til þeirra daglega og vonar að þau geti stutt hvert annað í gegnum sorgarferlið.
- Ég er að fara til London nk. föstudag. Fer á goth balletinn Edward Scissorhands (víst Hjalti!) og svo tónleika með Coheed and Cambria og Thrice. Kem aftur á sunnudeginum.
- Sótti um vinnu um daginn bara svona til að prófa. Það voru 101 umsóknir... mér finnst það ótrúlega mikið fyrir skrifstofustarf *vonleysi*
- Folwer er kominn aftur til Liverpool
- Var að hlusta á nýja Placebo diskinn og varð fyrir vonbrigðum...
- En aftur á móti er Jeff Who? frábær hljómsveit!
- Ég vann Val í torrent keppni en tapaði á móti Rúnari í itunes þemakeppni
- Er að fara að byrja aftur í kickboxi á morgun, fann gömlu vafningana mína og allt
- Eurovision lögin í gær voru vonbrigði
- Ég get ekki forwardað portunum mínum og enginn skilur af hverju
- Hlakka til að kaupa myndasöguheftið af Coheed and Cambria á á laugardaginn *nerdgasm*
- Hvernig er aftur Tarzanleikurinn?

Læt þetta duga í bili...

föstudagur, janúar 13, 2006

ATH. Af einhverjum ástæðum birtist bloggið mitt ekki nema ég skipti því í tvennt og birti neðsta partinn hér í öðru bloggi, skil ekkert af hverju... en þetta er allavega síðasta hluti bloggsins sem er á undan!

Desember: Fór í æðislega helgarferð til Amsterdam og hitti nokkur bekkjarsystini mín. Frábært að rölta ein um, með ipod í eyrunum og skoða mannlífið og borgina. Í lok ársins hitti ég líka tvær yndislegar stelpur frá Texas :)

Jahá, það sem stendur svo uppúr er náttúrulega Lárusinn minn og Liverpool (þess má geta að Hjalti er farinn að skrifa fyrir Liverpool bloggið frá og með í dag). Svo náttúrulega að klára námið og fara að vinna. Og standast fréttamannapróf RÚV :) Já þetta var bara ágætist ár í heildina litið, skál fyrir því nýja!

Fyrst janúar er hálfnaður finnst mér nú tími til kominn til að koma með Árslistann minn fyrir 2005 sem ég ætlaði að skrifa um áramótin. Hann kemur þá bara núna, ég ætla að reyna að nefna það sem hæst bar í hverjum mánuði fyrir sig. Ég hef að sjálfsögðu arfaslakt minni þannig að ég er örugglega að gleyma einhverju...

Janúar: Þá hættum við Ritchie saman og hann flutti aftur til Georgíu. Ansi einmannalegt í kjallaranum hjá mér í Uppsala eftir það.
Febrúar: Þorgeir kom í heimsókn til mín og kynnti mig fyrir BitTorrent. Síðan þá hefur öll mín tónlistar- og kvikmyndaupplifun gjörbreyst til hins betra.
Mars: Ekkert merkilegt gerðist þá held ég. Var hryllilega veik, var með fyrirlestur um friðarsáttmálann í Norður Írlandi...
Apríl: Hjalti kom í heimsókn til mín og við fórum ásamt nokkrum bekkjarsystkinum mínum í frábæra ferð til Barcelona.
Maí: Þann 25. maí urðu Liverpool Evrópumeistarar félagsliða eftir frækilegan sigur á AC Milan. Stórkostlegt kvöld, þar sem ég sat ein heima á gólfinu, hló og grét og allt þar á milli...
Júní: Varði lokaritgerðina mína og útskrifaðist með masters gráðu frá Department of Peace and Conflict Research við Uppsala háskóla.
Júlí: Gugga systir kom, hjálpaði mér að pakka og við fórum í 2 vikna ferð til Costa del Sol, algjör afslöppun í sólinni.
Ágúst: Fékk að sjá eina af mínum allra uppáhalds hljómsveitum, Against Me! tvisvar sinnum hérna á Íslandi. Þrátt fyrir að þeir séu nú fallnir í ónáð í pönksenunni eftir að skrifa undir hjá Sire um daginn þá elska ég tónlistina þeirra alveg jafn mikið.
September: Fór að vinna við eitthvað sem er ekkert tengt mínu námi, finnst það samt miklu skemmtilegra en ég bjóst við. Hitti Jón Frímann.
Október: Þann 13. október fæddist ljósið mitt hann Lárus Orri. Þrátt fyrir að hafa pissað á mig í gær elska ég hann mest í heimi!
Nóvember: Hmm... algjörlega óminnisstæður mánuður. Við Herdís "rændum vögguna" á Bar 11 :)

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Ég vissi það! Ég er fjandakornið ekkert að verða 27 ára....

You Are 22 Years Old
You Are 22 Years Old

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.