Veröld Fjördísar

laugardagur, desember 24, 2005

Gleðileg jól öllsömul!


Vonandi eigið þið öll eftir að njóta jólanna sem allra best og hafa það notalegt yfir hátíðirnar. Þetta snýst jú allt um að láta sér og öðrum líða vel, gera sér dagamun, taka skammdeginu eins og það er og muna að sólin fer rísandi með degi hverjum!

Innilegar jólakveðjur til allra :)

miðvikudagur, desember 14, 2005

Anisa var að segja mér að herbergisfélagi hennar, Melissa, hafi verið að deyja í bílslysi í sl. viku. Þær voru orðnar mjög glóðar vinkonur svo þetta tekur auðvitað mikið á hana. Þessi stelpa bjó líka eitt ár á hæðinni minni þegar ég var RA, og hún og Anisa töluðu oft um mig. Skýtið hvernig svona kemur fyrir... ekkert skrýtið svosem - þetta er bara hluti af lífinu! En ofsalega leiðinlegt engu að síður, og ömurlegt fyrir Anisu að horfa upp á hlutina hennar ennþá óhreyfða um allt, enginn hefur komið til að sækja þá...

Anisa says:
she said you always had hot boys in your room (referring to the time you had all the soccer boys over for the weekend)

hehe það sem þessar stelpur tóku eftir! Þetta voru góðir tímar... ég að lauma inn 3 strákum og leyfa þeim að gista hjá mér :) Good times, ég sakna þess að vera RA!

þriðjudagur, desember 06, 2005


Elsku Íris Huld mín,
Innilega til hamingju með afmælið þitt í dag!!!

Ég rændi mynd af þér af netinu, frá útskriftinni þinni, til að setja með inn - þó svo þú myndist nú yfirleitt vel þá var svolítið mikið af Laugarvatnsdjamm myndum sem hentuðu ekki beint kannski :)

Heyri í þér vegna miðvikudagsins!
Flott hjá þér að hittast ekki í kvöld, það er nefnilega Liverpool - Chelsea :P

laugardagur, desember 03, 2005

Húsráðendur vinsamlega athugið,

Ef þið ætlið viljið ekki, getið ekki, eða nennið ekki að setja ljósaseríurnar almennilega í gluggana eða þá trén fyrir utan, þá skuluð þið bara sleppa því. Maður fer hreinlega úr jólastemmningu við að sjá illa uppsettar seríur á trjám!

Takk fyrir,
Hjördís