Veröld Fjördísar

þriðjudagur, september 27, 2005

Þegar ég fer í sturtu þá á ég það til að syngja eða raula eitthvað fyrir munni mér. Af einhverjum ástæðum eru það samt alltaf sömu þrjú lögin sem ég syng. Alltaf. Ég hef engar eðlilega skýringar á þessu fyrirbæri, þetta bara gerist hjá mér. Ég hef svosem reynt að syngja eitthvað annað en annað hvort kann ég ekki allann textann eða þá misþyrmi háu tónunum svo svakalega að ég gefst bara upp, enda er ég vitavonlaus söngvari.

Ég er að fara í sturtu núna og ætla að gera aðra tilraun. Beinlínis neyða mig til að syngja eitthvað nýtt núna!

Í öðrum fréttum: Stórir pönktónleikar í TÞM í kvöld. Gott stöff.

þriðjudagur, september 20, 2005

ok ok sorry til allra sem ég hef verið að angra með sms skilaboðum og tilgangslausu hjali á msn í morgun - ég leiðist bara ótrúlega í vinnunni. GP sem á að vera hjá mér núna er að taka æfingapróf með sínum umsjónarkennara svo hér sit ég stari á slydduna úti. Hvernig á ég að meika íslenskan vetur! Er að hugsa um að fara erlendis yfir áramótin, var að spá í NYC en finnst líklegra núna að ég fari eitthvert hlýrra. Kannski bara í heimsókn heim til Georgíu - er farin að sakna Anisu og Desi :(

Dæmi um það hversu mikið mér leiðist: Ég er búin að vera að spila gagnvirkan stærðfræðileik (já stærðfræði, þessu með tölurnar) af heimasíðu Námsgagnastofnunar. Var bara rétt að finna eitthvað sniðugt fyrir GP að gera en festist í ýmiskonar leikjum og þrautum - og þá er nú sorglega fyrir mér komið.

Það er hætt að slyddast úti, kannski ég fari bara heim eða eitthvert út í hádeginu! Já hvernig væri það nú ef ég hætti að tala við sjálfa mig hérna á blogginu og skryppi bara eitthvert?? Maður lifandi hvað ég þarf sjúss :)

Oh hvað sum "börnin mín" hérna geta verið yndisleg stundum... Eitt uppáhaldið mitt hann Svenni (já ég geri upp á milli barna só sú mí) kom hlaupandi til mín í gær og dró mig inn í kennslustofuna sína þar sem hann náði í litla gjöf handa mér. "Er þetta ekki fótboltaliðið þitt", spyrði hann hrókugur og otaði framan í mig tveimur Athletic Bilbao límmiðum. Get svo svarið það mér vöknaði næstum um augum! Svo þegar hann kom til okkar seinna um daginn þá teiknuðum við Bilbao liðið og ég lofaði honum að hugsa um að styðja Fylki næsta tímabil fyrst Fram mitt er fallið.
Eins og þau eru eins og óargadýr stundum eru svona augnablik alveg hreint frábær. Og ég sem þoli ekki börn, hah!

fimmtudagur, september 15, 2005

Nýr 17 ára miðherjapjakkur sem kom til Liverpool núna í sumar og spilar með varaliðinu hlýtur að hafa eitt flottasta nafn í boltanum í dag; Miki Roque. Minnir bæði á Mickey Rourke eða þá orðið rogue, sem er töff. Sérstaklega ef maður spilar (nerd alert) RPG´s og velur sér þá alltaf að vera rogue blendingur...

Fyrir ykkur eldheitu Coheed and Cambria aðdáendur þarna úti sem eru ekki búin að nappa nýju plötunni þeirra af netinu, er hægt að hlusta á hana alla á netinu núna, löglega að sjálfsögðu. Takk MTV, þið eruð bestir *hæðnisglott* Allavega, ég er í afskaplega vondri tölvu núna og get ekki postað hlekki beint, en hér er slóðin: http://www.mtv.com/bands/az/coheed_cambria/967237/album.jhtml

Fótbolti og tónlist, hef ég ekkert annað að blogga um! Vonandi fer ég bráðum að blogga fréttir af nýjum fjölskyldumeðlimi á Háaleitisbrautinni, enn nokkrar vikur í það samt. Agalegt að vera á Íslandi og geta ekki slúðrað um fólkið í kringum sig lengur :(

Upphafsgítarsólóið á laginu Welcome Home með Coheed and Cambria er alveg að fara í fyrsta sæti hjá mér, líka langflottasti gítar ársins sem Claudio spilar á í myndbandinu! Ég er svo auðveld, þarf ekki annað en tveggja hálsa gítar til að gera mig veika í hnjánum. Svo er ég afskaplega auðtrúa í þokkabót, iss hvað er einfalt held ég að ná að glepja mig!!

mánudagur, september 12, 2005

Bah, krakkalingarnir í tónmennt og því hef ég smá tíma aflögu áður en næsti tíma hefst. Og þá er einmitt ekkert fyrir mig að gera. Ekki einu sinni einn kennari á kaffistofunni! Annars finnst mér hálf undarlegt að sitja þar inni með mínum gömlu kennurum, eins og ég hafi smyglað mér inn í einhvern helgidóm sem venjulega er lokaður og ég sé eitthvað að njósna. Þetta hlýtur að venjast...

Okkur Geira og Herdísi vantar fjórða spilarann með okkur í badminton í kvöld fyrst hann Hjalti er lasinn. Einhver með?

Lætætæ... mér er farið að leiðast. Eins gott maður hafi tölvu til að stytta sér stundirnar. Er að lesa nánari útlistun á myndasögunum frá Coheed and Cambria, þetta er ekkert lítið útpældur heimur og flóknar vísindasögupælingar, ég er að sökkva í eintóman nördaskap núna - ekkert að því! Eitthvað verður maður að hafa fyrir stafni fyrst fólk er að fara að þvælast til Bretlands og eitthvert út á ballarhaf...

Vitiði hvað er skemmtilegt að renna sér á sokkunum hérna inni í skólanum! Ég skransaði fyrir hornið áðan og renndi mér niður smá slakka - það var gaman. Ég er soddan ólátabelgur þegar krakkarnir sjá ekki til :)

miðvikudagur, september 07, 2005

Oh hún Anisa skvísa mín er alveg kostuleg. Var að gera svona spurningarlista á blogginu sínu um vini sína:

1. Reply with your name and I'll respond with something random about you.
2. I'll tell you what song/movie/book/fictional character/SOMETHING reminds me of you.
3. I'll pick a flavor of pudding to wrestle with you in.
4. I'll say something that only makes sense to you and me. Well, maybe just me.
5. I'll tell you my favorite memory of you, should I have one yet.
6. I'll tell you what animal or plant you remind me of.
7. I'll ask you something that I've always wondered about you.

Hér er svo hvað hún skrifaði um mig:

1. You're a seductress.
2. Gretel, from Hansel and Gretel...she was the smart one, and not-so-innocent =).
3. Licorice(or Lakkris...did I spell it right?)
4. Skvisa.
5. The look on your face when you were on your way to the BSU prom. Oh and Bun Day with the Bun Wand!
6. A koala...cute but deadly. hehehehe
7. exactly how many countries have you traveled to?

Mér finnst kommentið hennar um svip minn þegar ég var á leið á BSU promið (Baptist Student Union, hálfgerð trúarsamkomu) alveg yndislegt. Er nokkur búinn að gleyma mér og Thomas, herranum mínum þetta kvöld sem hafði oh svo miklar áhyggjur af trúleysi mínu!

Free Image Hosting at www.ImageShack.us

föstudagur, september 02, 2005

Finnst einhverjum öðrum það óþarfi og smekkleysa að birta forsíðumynd Morgunblaðsins svona í dag?
Fréttablaðið var t.d. líka með mynd af þessum ólánsama strætóbílstjóra en það var ekki berað í stubbana á honum eins og forsíðu Moggans. Ég get næstum séð þetta fyrir mér...

"heyrðu, megum við ekki taka myndir af þér hérna í rúminu? Já flott svona, takk. Svo allur líkaminn, gott þetta. Já og lyftu svo sænginni bara af fótunum, já svona einmitt - nei alla leið bara, þetta verður frábært. Já við sjáum að það er ekkert bundið um eða neitt, þetta er bara smekklegt. Já og svo ein í viðbót, takk..."

Ugh, kannski er ég bara með stæla, kannski vildi maðurinn þetta og ljósmyndarinn á enga sök að máli. En þá er það bara við fréttastjórann að sakast - þetta fannst mér allavega óþarfi.Ég var víst búin að lofa Hjalta að birta mynd og gleyma því ekki að LEIKNIR Breiðholti eru komnir upp í fyrstu deild!
Ekki seinna vænna að greina frá því, því í þessum skrifuðu orðum gætu þeir verið að tryggja sér deildartitilinn líka!!!

Sjáum hvað setur á Ghetto-Ground...