Veröld Fjördísar

mánudagur, maí 30, 2005

AAARGH pirr pirr.
Ég hef aðeins einn sólarhring til þess að ljúka við ritgerðina og það er svo mikill hávaði hér!

Jenny er með vinnuaðstöðu hérna í herbergi sem er alveg við hliðina á mér, þunn hurð á milli, og hún býr til húsgögn! Sög, útvarp hátt stillt... úff hvað þetta er ömurlegt :(

Ég er alveg að fara að tryllast af hamingju, þegar þessu er lokið það er.
Fer í smá sumarbústaðaferð um helgina með krökkum úr bekknum, ætti ekki að vera leiðinlegt!
Þarf bara að klára.... jiminn hvað ég er orðin hrædd við að ná ekki að ljúka þessu!!

Nú verður ekkert gefið eftir!

PS Var að taka eftir að gestur nr. 20,000 er að detta inn hvað og hverju! Vinsamlegast gefa þig fram - vegleg verðlaun í boði (þau eru reyndar hér í Svíþjóð og samanstanda af dósamat og svona sem ég næ ekki að klára áður en ég fer heim, en samt, þetta er heiður!)

miðvikudagur, maí 25, 2005

LIVERPOOL ERU EVRÓPUMEISTARAR Í KNATTSPYRNU 2005

Image hosted by Photobucket.com

Ég sit hérna á gólfinu heima og græt og hlæ til skiptis. Þvílíkur rússibani tilfinninga í allt kvöld - tilhlökkun, reiði, vonbrigði, uppgjöf, von, tilhlökkun, kvíði, ógleði, eftirvænting, og svo ótrúleg gleði og ánægja. Þetta er ólýsanlegt, ég get eiginlega bara ekki skrifað neitt annað núna. Þvílíkur leikur - þvílík barátta - ótrúleg samstaða og sigurvilji.

Til hamingju öll! Þetta er okkar kvöld.

Ég veit ekki alveg hvað maður getur sagt í dag.
Ég er að fara niður í bæ til að reyna að dreifa athyglinni af Leiknum.
Það gengur ekkert rosalega vel.

Ég er búin að ákveða að horfa á hann heima, ein.

Fæst orð bera minnsta ábyrgð - ég ætla að reyna að njóta Leiksins eins og ég get og detta ekki niður í þynglyndi ef hann skyldi tapast. Þá raular maður bara Aldrei einn á ferð, og brosir í gegnum tárin. Hvernig sem fer, þetta hefur verið skemmtilegt!

ÁFRAM LIVERPOOL!

Image hosted by Photobucket.com

laugardagur, maí 21, 2005

Viskugyðjan er ekki beint að blása mér anda í brjóst núna - ritgerðarskil nálgast óðfluga og bara rétt mjakast áfram.

Ég kenni því helst um að ég er búin að vera að hugsa um þessa ritgerð alveg kolvitlaust þangað til í gær. Ég hélt alltaf að ég væri að taka efni, og reyna að sanna niðurstöðuna með kenningu - en í rauninni mun ég bera saman tvær kenningar og reyna að sanna aðra þeirra með einu dæmi. Ég er nokkurn vegin komin með rannsóknarspurninguna:

Which approach, either the Enforement or Management, is more suitable to persuade signatory countries to comply with international regimes?

Og til þess að reyna að sanna aðra kenninguna mun ég nota nýlegar endurbætur á fiskveiðistjórnun Evrópusambandsins og áhrif þeirra á eftirlit.
Eruð þið spennt? Viljið þið reyna að giska á útkomuna og hvora kenningu ég mun styðja? Já svo sannanlega skemmtilegt viðfangefni til að glíma við á laugardegi!

fimmtudagur, maí 19, 2005

Oh hvað ég fékk rosa góða tilfinningu niðri í bæ í dag. Sólin skein, ég var búin að borga leiguna, fundurinn með Ashok gekk vel, ég var með æðislega tónlist í ipoddinum, og ég gekk út af ferðaskrifunni minni með svona miða frá þeim til að merkja töskurnar sínar. Svo þær týnist örugglega ekki. Á Spáni. Sem ég er fara eftir 3 vikur. Jámm góður fyrri partur af degi!

Ég var í svo miklu stuði að ég sendi eitt póstkort og fór svo að versla. Þar sem ég hef ekki farið inn í matvörubúð í svona 2 vikur ákvað ég að splæsa nú rækilega, enda Júróvisjón helgi framundan... Keypti ost (sem ég geri aldrei), spægipyslu, ruccola salat, baguette, gulrætur (lífrænt), pasta, spaghetti, saft (sem gerir 9 lítra af djús), slatta af kartöflum, Finn Crisp (með kúmen, muna að snúa því upp), franskar kartöflur (ekki búðartegundina), banana, frosnar pizzur (tvær búðartegund og eina fínni), smjör, gos (það er Júróvisjón helgi), pyslur, feta ost (með svörtum ólívum), frosið grænmeti, pytt-i-panna og held það sé allt. Slapp með rúmlega 3000 kr. þrátt fyrir að hafa ekkert sparað til - keypt ost of allt! Þannig að það er sko í lagi með mig - held það nú...!

þriðjudagur, maí 17, 2005

Ég bara get ekki orða bundist...

"Þeir ræddu einnig mannréttindamál og segir Ólafur Ragnar að Kínaforseti hafi lýst því eindregið yfir að hann vilji halda áfram opinskáum viðræðum við Íslendinga um lýðræðisþróun. Auk þess vill hann fá fleiri sendinefndir frá Íslandi í heimsókn, þar á meðal frá stjórnmálaflokkunum, verkalýðsfélögunum og almannafélögum ýmiss konar."

Heimild: Vísir.is og aðrir ísl. fjöldmiðlar.

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Ég veit ekki hvað Forsetinn og hinir í skrautnefndinni hugsuðu með sér þetta var sagt - hvort þeir hlógu inni í sér eða hugsuðu virkilega hvað þetta væri nú almennilegur maður. Vill ræða við Ísland um lýðræðisþróun! Nei vitiði ég verð bara reið þegar ég les svona kjaftæði.

Ja hérna hér... Pascal er búinn að gifta sig. Þessari "Lauru" stelpa sem ég var ekkert búin að samþykkja. Býr núna einhverstaðar fyrir utan L.A. - búinn að vera einhverstaðar með The Coast Guard að þvælast, allt voða leynilegt...
Pascal Davis Fraisse eiginmaður... maður er bara orðlaus.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Einu sinni sagði systir mín mér að það væri bragðbetra að láta grófu hliðina á Finn Crisp snúa niður og ég hef alltaf haldið tryggð við þann sannleik. Svo núna áðan þá smurði ég hrjúfu hliðina alveg óvart og viti menn - það var bara miklu betra!

þriðjudagur, maí 10, 2005

Var að horfa á fréttinar á MTV áðan. Dave Grohl, söngvari Foo Fighters sat þar í viðtali í "Go Native - Brennivín" bol. Maður verður stundum svo uppveðraður af engu...

Hitti Ashok í morgun, hann er umsjónarmaður minn með lokaritgerðinni. Hann hefur svolitlar áhyggjur af því að ég sé að flækja málin óþarfa mikið, er núna búin að minnka aðeins við mig vinnuna og ætla líklegast bara að nota eitt case study og bera saman tvær kenningar, í staðinn fyrir að nota Tallberg kenningu með tveimur málum henni til stuðnings. Mikil vinna framundan :( Hlakka til að fá GR hingað út og svo til Spánar!

Er ofsalega andlaus núna, meh...

föstudagur, maí 06, 2005

Var að horfa á klukkutíma samantekt frá Leiknum. Mikið var nú gott að geta horft svona í ró og næði, áhyggjulaus. Sá mörg færi sem ég missti af - eins og svo margir aðrir var spennan óbærileg á stundum og ég fór frá sjónvarpinu. Húha hvað þetta er gaman :)

Ofsalega varð lítið af lærdómnum hjá mér í dag. Hitti Tuuli hjá bókasafninu á hádegi - á meðan við biðum eftir Irine kom Marko kunningji minn að spjalla. Hann plataði okkur í hádegismat með einhverjum pólskum vinum sínum. Eftir það hringdi Joost í Tuuli og bauð og okkur á afganga frá afmælismat hjá honum. Hjóluðum þangað í te og vorum komnar aftur á bókasafnið og í læristuð kl. 6. Allt tómt á bókasafninu, hélt það væri bara föstudagur í fólki. Fyrir algjöra tilviljun sá ég bókasafnsvörðinn á leiðinni út, og hann tilkynnti mér að það lokaði fyrr í dag en venjulega... Svo ég hljóp upp og sótti Tuuli og við hypjuðum okkur út - og þar með dagurinn farinn fyrir bí.

Ætlum að gera aðra tilraun á morgun til að fara á bókasafnið. Vonandi gengur betur þá! Svo erfitt að halda sér inní í sólinni stundum...

Talandi um sól - það var ekki vika liðin frá því að ég kom frá Barcelona og þangað til ég var búin að panta mér sólarlandaferð til Spánar aftur. Ég og Guðrún systir ætlum á Costa del Sol í tveggja vikna afslöppun þann 11. júni - komum aftur til Íslands þann 26. Ohhh hvað þetta verður gott, bara sól og sandur, engar áhyggjur og engin ritgerð... :)

Ritgerð já... kannski ég lesi aðeins núna fyrst ég lenti í töfum í dag. Dugleg ég!

þriðjudagur, maí 03, 2005

LIVERPOOL ER KOMIÐ Í ÚRSLITALEIK MEISTARADEILDAR EVRÓPU 2005

Garcia goal

Og það var þetta mark hér að ofan sem kom okkur til Istanbúl. Luis Garcia - smávaxni spánverjinn minn sá um það. Ó hvað ég dýrka þennan mann.

no way

Liverpool stuðningsmenn voru með það á hreinu að Jose Mourinho, stjóri Chelsea, færi ekki lengra með liðið þessa leiktíð!

lampard

Það var hart barist allan tímann. Hér sést Lampard reyna að koma höggi á Garcia á fólskulegan hátt.

stopp

Stjórarnir sjást hér. Mourinho ekki sáttur, meistari Benítez var orðinn svolítið spenntur á hliðarlínunni.

eidur

Eiður hér í baráttu við Hamann, áður en hann fékk takkaskó í augabrúnina og varð ófrýnilegur með blóðið lekandi...

fagn

Það var ekkert leiðinlegt að fagna hér í stofunni með strákunum. Allt þetta stress og magapínan endalausa var gleymd og grafin eftir úrslitin.
Ég þakka þeim sem hlýddu, og þá sérstaklega Hjalti mínum fyrir andlegan stuðning (og frábæra treyju sem ég skaraði í allan dag) - góðar stundir.

mánudagur, maí 02, 2005

VALBORG

Hér í Uppsala er sumrinu og fyrsta maí fagnað með Valborgarhátið. Brennur fyrir börnin, og kampavínsmorgunverðir og siglingar niður ána á heimatilbúnum bátum fyrir stúdentana.
Elise, Paul and Johan
Elise, Paul, og Johan

Johan bauð fólki heim í morgunverð og kampavín, svo er líka svona fínt útsýni af svölunum hans!

Elise
Elise

Bærinn fullur af fólki!

Irine and Ana
Irine og Ana
Gaman úti á svölum!
Og svo nokkrar litlar myndir í endann...

Johan and Ana
Johan og Ana
Lotta
Lotta
Sexy Ana
Sexy Ana :)
Silly Johan
Silly Johan!
Aydin og Elise
Aydin og Elise
Heheh
Elise og Johan bregða á leik!

Fjör í Uppsala alltaf!