Veröld Fjördísar

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Þrátt fyrir að fólk sé almennt sammála um að markalausa jafnteflið við Chelsea í gærkveldi hafi verið "hagstæð úrslit" þá er ég ekki eins jákvæð. Þriðjudagur í næstu viku á eftir að vera rosalegur. Úff hvað maður á eftir að svitna.

Var að hugsa um það í gær hvort það sé ekki komið út í öfgar hjá manni þegar maður dregur teppi upp fyrir haus og vill ekki horfa á leikinn. Þetta á að vera skemmtun, leikur! Af hverju er maður þá ekki að skemmta sér yfir honum í stað þess að finna líkamlega vanlíðan? Er ekki kominn tími á að leyfa sér að njóta barnslegrar gleði yfir íþróttinni sjálfri, heldur en að veslast upp í hvert sinn sem bláklddir menn komast inn fyrir varnarlínuna...

Allavega, Eiður náði að koma sér á vonda-kalla listann minn fyrir að fiska Alonso út úr næsta leik. Sveiattan segji ég bara, fuss hvað er leiðinlegt að sjá svona :(

Meh, mig dreymdi rosalega illa sl. nótt. Var að leita mér að brú milli Kanada og Bandaríkanna til þess að fremja sjálfsmorð og fann eina - langa en fallega. Svo fór ég á brúnni og stökk niður í ísi lagt vatnið. Í langan tíma var ég að sökkva í kuldanum og átti þess enga ósk heitari en að deyja fljótt - hélt það myndi fyrst gerast við snertingu við ísinn, svo vegna köfnunar eða kulda. Það gerðist hins vegar ekki og mér leið bara illa og vildi kafna... Var mjög meðvituð um það sem ég var að gera allan tímann.
Þetta var mjög óhuggulegur draumur vægast sagt. Einhver sem túlkar þá?

Jæja ætla að fara að "dýfa mér" í heimildarleit...

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Ég get svo svarið það... ég er ENN að finna rauðvínsslettur um allt eldhúsið mitt. Á föstudaginn bauð ég Irine og litlu strákunum í heimsókn, og auk þess kom Tuuli og tók með sér tvo vini. Vinkona Tuuli var að opna rauðvínsflösku inni i eldhúsinu mínu, og því miður á ég ekki tappatogara þannig að hún var að ýta tappanum niður með hnífi. Síðan heyrði ég bara hróp og grey stelpan kom út, öll böðuð í rauðvíni; andlit, bolur, hár... og svo var það um allt eldhús! Á öllum diskum og glösum, loftinu, ísskápnum, gólfinu... úff. En það var ekkert alvarlegt - þó ég sé enn að uppgötva bletti.

Þetta er um það bil það mest spennandi þessa vikuna.
Hjalti farinn og ég að basla með lokaritgerðina. LEIKURINN á morgun á hug mitt og hjarta þessa dagana.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Barcelona


Barcelona
Originally uploaded by Hjördíss.


Ætli það sé ekki kominn tími til að láta í sér heyra eftir 2. vikna fjarveru. Klukkan reyndar orðin margt þannig að ég verð ekki langorð.
Við systkinum fórum til Barcelona í mjög vel lukkaða ferð, komum fyrir tæpri viku og höfum svo notið Uppsala síðan. Hjalti flaug aftur til Íslands í dag þannig að nú er orðið hljóðlátt hérna. Mikið um gestagang reyndar síðustu daga, nokkrir næturgestir meira að segja. Það er alltaf til pláss og einn koddi í viðbót...

Myndir eru komnar inn á síðuna mína. Hins vegar eru þær í öfugri röð ef fólk vill lesa lýsinguna með - smá galli á þessu forriti sem ég nota. Veit ekki hversu nákvæma ferðasögu ég skrifa hér... held að nokkur stikkorð dugi allavega í dag!

Hjalti til Uppsala
Sofia hættir við ferðina
Ég klára ritgerðina og er reddí í sólina
Hittum Elise á flugvellinum, hún tók samt annað flug
Lest, flugvél, rúta, leigubíll, hótel
Fín íbúð, slappur kvöldmatur
Boðinn bjór og eiturlyf á Römblunni - af 10 mismunandi gaurum
Vændiskonurnar allstaðar þar líka
Rigning fyrsta daginn en margt skoðað og langt gengið
Strákarnir koma
Johan í gallabuxum, what!
Paul sem sælubros í sinni gömlu borg
Fótbolti í rokinu hátt uppi á áhorfendastúkum
Fótbolti fyrir utan bar, Barca tapaði ó svo sárlega
Daginn eftir: Liverpool vann, hell yeah!
Respect the football violence!
Nacho og vinir hans, partý hjá vini írska stráksins sem barþjónninn þekkti... eða eitthvað
Ekki enn varið inn í eina fatabúð
Respect the architecture!
Elise til Sverige, Johan daginn eftir
Ströndin, mmmmm
"Have a nice life"
Góður matur, heim á morgun, best að kaupa póstkort
Enn ekkert verslað, best að kaupa bókamerki
Respect the transvestite prostitutes!
Meira rölt, meiri matur
Heim til Svíþjóðar

Þetta er svona meira fyrir mig að muna hehehhe
Farin að sofa...





fimmtudagur, apríl 07, 2005

Hola! Þá er stressinu lokið í bili. Búin með ritgerðina og við systkinin erum á leiðinni til BARCELONA!!

Hjalti kom í gær og þurfti tvær töskur fyrir allar gjafirnar sem ég fékk! Hann gaf mér ekta Liverpooltreyju merkta Morientes! Og síðast en ekki síst fékk ég hvorki meira né minna en Ipod frá mömmu og pabba! Að auki fékk ég glaðning frá ömmu og afa og Auju frænku. Takk allir :)

Ef einhver vill fá póstkort þá þarf að senda heimilisfang með SMS skilaboðum!

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Hvernig í ósköpunum á maður að fara að því að einbeita sér þegar Leikurinn er á eftir? Hverjum er ekki sama um hvort kenning Hopmanns um Bargaining vs. Problem-solving geti útskýrt hvers vegna friðsáttmálinn 1998 í Norður-Írlandi hafi farið út um þúfur! Ég hef meiri áhyggjur af hvort Alonso verði á bekknum í kvöld (sem hann er) heldur en hvort Gerry Adams ætti að slíta öllum tengslum við IRA og koma þannig til móts við þöngulhausinn Ian Paisley. Get svo svarið það, þetta er ekki hægt.

Það er allavega rafmagn á heima. Í gærkveldi fór ég út að borða (í bókstaflegri) með Irine, Paul, og Aydin sem var að koma frá 3 mánaða vist í París. Soldið kalt, en við hörkuðum það af okkur og fórum svo á kaffihús og drukkum heitt kakó til að fá aftur líf í kroppinn. Eins og það var gott veður í gær, þá eru kvöldin ekki enn nógu mild til að sitja úti lengi.
Allavega, kom heim í gærkveldi og þá var auðvitað enn rafmagnslaust. Ég fór upp og lét þau vita. Anders kom niður og klóraði sér í hausnum, ekkert auka öryggi til. Ég bauðst til að pissa í myrki en hann tók frekar strauminn af eldunaraðstöðunni minni á ganginum. Þannig að ég fékk straum í íbúðina en vantar enn fram á gang. Eins gott að það verði komið í lag þegar Hjalti kemur á morgun, hvernig ætti hann annars að baka skyrkökuna!

Back to the books... skrifa skrifa skrifa!

mánudagur, apríl 04, 2005

Ekkert blogg í næstum viku! Bíddu... hvað er að gerast?

Það er rafmagnslaust hérna núna, veit ekki af hverju en ég hef áhyggjur af matvælum. Áðan þá sprakk ljósaperan inni í eldhúsi, ætli að hafi einhver áhrif haft - spengt öryggi eða eitthvað þannig? Hvað gerir maður þá?

Jæja kúrsinn minn í Negotiation búinn, endaði með glæsibrag í síðustu viku. Heill dagur fór í að við lékum viðræður í Guatemala með ýmis málefni á borðinu. Það var ferlega gaman að vera Bandaríkin skal ég segja ykkur. Ég hafði búið til litla fána og kom inn veifandi þeim, og við opnunarræðuna þá spilaði ég þjóðsönginn Bandraríska undir... Ég hafði ekkert ákvörðunar- eða kosningavald, en það gerði ekkert til - valdið steig mér til höfuðs. Ég kom ferlega vel út fannst mér, á endanum þá samþykktu þau frekar að taka lán heldur en að krefjast peningagjafa, eftir að ég talað í einrúmi við herinn (Fran) og hótað að hætta leynilega greiðslunum til þeirra... Þetta var ferlega gaman :)
Þannig að nú er kúrsinn búinn og bara ritgerðin eftir!

Á föstudaginn bauð Irine mér og litlu stráknum í matarboð. Ég bakaði köku í eftirrétt og hún var mjög vel lukkkuð! Hefði þurft kannski aðeins betri blöndun en ég á ekki rafmagnsþeytara því miður :( Fórum svo út á Varmlands Nation, ágætt þar. Sænskur strákur settist hjá mér og rakti sögu sínu sem lautináti (?) í hernum, hvernig hann hafði verið að koma frá Afghanistan og væri að fara í lögfræði í haust og bla bla bla. Spes. Litlu strákarnir komu í björgunarleiðangur og strákurinn sat eftir og starði ofan í tómt glasið. Fékk samviskubit.

Gerði ekkert á laugardaginn, er ennþá að reyna að losna við hóstann.
Lautarferð með Irine og pjökkunum í gær, skórnir mínir drulluskítugir enda jörðin enn blaut í skóginum. Hjóluðum heim til Carls og ræddum um Kína, efnafræði, Þrjá konunga, páfann og tónlist. Þetta fólk hefur engan tónlistarsmekk! Ji hvað ég er heppin að geta hlustað á tónlist frá þessari öld! Kommon people! Nóg um það - ég þarf að fara á bókasafnið og skrifa ritgerð!