Veröld Fjördísar

föstudagur, janúar 28, 2005

Hún Þórdís mín á afmæli í dag - til hamingju dísin mín!!

Þorgeir skilar kveðja líka!

Í öðrum fréttum - Geiri er kominn. Hann rataði hingað alveg sjálfur og var miklu fljótari en Rúnar hafði spáð fyrir um.
Erum búin að fara í bæinn í dag og skoða okkur um, smá vesen að rata reyndar á bíl, svo vön bara strætó.
Ætlum örugglega að kíkja til Gävle á morgun. Fengum tips um þar væri einhver góð snjóbrettabúð í kjallara, svo eru einhver fjöll þar í kring til að renna sér í.
Annars bara Mojitos í kvöld!

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Byrjaði morguninn alveg eldsnemma á með að fara með Ritchie út á lestarstöð. Tókum strætó þangað kl. 5 í morgun og viti menn, strætó bara fullur af fólki! Held ekki einu sinni að hann byrji að ganga svona snemma á Ísland, er það? Líka fullt af fólki að bíða eftir rútunni sem fer milli Uppsala og Arlanda flugvallar og gengur á 10 mín. fresti. Elska almenniningssamgöngur sem eru skilvirkar!

Var að tala við Magga hinum megin við sundið. Rúnar og Geiri eru komnir til hans og G að fara að leggja í keyrsluna til mín. Hann ákvað að taka bara bílaleigubíl og aka hingað sjálfur! Hlakka til að sjá hann í kvöld - vona að ferðin gangi hratt fyrir sig því það er bekkjarsamkoma í kvöld til að kveðja Aydin sem er að fara til Parísar í 2 mánuði í starfsþjálfun hjá Evrópusambandinu. Ætla að fá myndavélina hans G lánaða í kvöld og smella af nokkrum myndum, líka af kjallaranum mínum svo fólk sjá loksins hvar ég bý :)

Nýr kúrs byrjaður hjá mér sem verður fram í enda mars. Hann heitir "International Negotiations" og er semsagt um samningaviðræður og þess háttar. Búin að fara í einn fyrirlestur og er svakalega ánægð. Kennarinn,, Cecelia Albin, hefur gríðarlega reynslu og tekið sjálf þátt í mörgum viðræðum, þar á meðal milli Ísrael og Palestínu ofl. Þetta er semsagt þriðji og síðasti kúrsinn sem ég fer í - eftir hann er bara ritgerð!

Best af fara að ryksuga og búa um og þrífa baðið og allt það sem maður gerir áður en það koma gestir.

föstudagur, janúar 21, 2005

Hoohah þetta er búið.
Kláraði meira að segja mörgum klukkutímum fyrir skilafrest!
Vona að þetta standist kröfur Niklas...

Svo er auðvitað partý í kvöld til að fagna þessum áfanga - Paul er svo ljúfur að bjóða okkur heim. Þangað til er bara afslökun.
I say good day!

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Úff hvað það er erfitt að vinna svona lengi og einbeita sér þegar maður er ekki með almennilega vinnuaðstöðu. Þá er ég sérstaklega að talu um skrifborðsstól. Allt í fínu að vinna hérna heima (betra en í skólanum sem er bara grín) en það eina er hvað maður fær í bakið og verður þreyttur á að sitja í stólnum. Þetta er svona gamall og ódýr skrifstofustóll, og hann er alveg að gera út af við mig. Spurning hvað maður gerir þegar vinnan við mastersritgerðina hefst - get alveg séð fyrir mér að ég skreppi í IKEA og splæsi í stól...

Annars gengur ritgerðin svona lala. Finn alltaf meiri og meiri heimildir sem eru góðar, af hverju fann ég þær ekki þegar ég var að byrja ritgerðina!
Ég er semsagt að skrifa um deilur á milli Japan og Kína um Senkaku eyjarnar. Þetta er lítill eyjaklasi, enginn býr þar, en það er talið að olía gæti fundist í nágrenninu við þær. Þannig að þetta er í fyrsta lagi spurning um eignarrétt, og svo spurning hvað það er sem heldur þjóðunum frá því að lenda í alvarlegum átökum um þær, því hvorug þjóðin er tilbúin til að gefa þær af hendi og sameiginlega eignarráð eru ólíkleg. Þarna inn í blandast þjóðarrembingur, stolt, hernaðarleg mikilvægi, saga og ýmislegt annað. Þetta er í sjálfu sér mjög áhugavert, en ég á erfitt með að taka afstöðu og láta skína í gegn "hvað er ég að reyna að segja" í ritgerðinni.
Skil eftir 4 daga...

Þorgeir kemur væntanlega þann 27. jan til mín í heimsókn, sama dag og Ritchie fer aftur til Ameríku. Þannig að það verður ekki tómt í kofanum hjá mér!

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Jalla Jalla...
Þá er maður kominn í ritgerðargírinn!
Síðasti tíminn í "Regional and Global Governance" var á mánudaginn, og það líka síðsta skiptið sem allur bekkurinn var saman. Næst taka við 4 valkúrsar þannig að við eigum eftir að dreifast á milli deilda og kúrsa. Ég hef valið mér "International Negotiations" eins og nokkrir aðrir í bekkhun - hlakka til!

En áður en að því kemur þá er nú eftir að klára þennan kúrs. Við fengum afhent ritgerðar leiðbeiningar á mánudaginn og eru þær bara betri en við bjuggumst við! Ofsalega vítt efni, eigum bara að skrifa um norðaustur Asíu eins og við vissum, og lítið meira sem er látið fyrir.

Ég er búin að lesa í allan dag og reyna að finna eitthvað til að skrifa um. Ætla ekki að skrifa um fjölmiðla og þátt þeirra í átökum þar eins og hafði hugsað mér, heldur að fjalla um deiluna á milli Kína og Japan um Senkaku eyjarnar, og þá útfrá Terra Nullius kenningunni (einskinsmannsland). Jamm það er ýmislegt hægt að finna á netinu krakkar mínir!

Á laugardaginn verður víst Enskt gamanþátta/mynda kvöld hérna heima. Krakkarnir úr bekknum (allavega einhverjir) ætla að kíkja í heimsókn, taka smá hvíld frá ritgerðasmíðunum, og horfa á eitthvert gæða efni frá Englandi sem Paul ætlar að koma með. Það verður gaman :D

sunnudagur, janúar 09, 2005

Búin að koma DVD spilaranum í lag loksins. Það þurfti ekki annað en að hreyfa aðeins við scart tengingu, tosa það aðeins út og úta á hlið, þá virkaði þetta fínt! Ég var bara aðeins of áköf greinilega og setti tengið alla leið inn - mistök bara af minni hálfu!

Jenny uppi kom áðan og sagði mér að hillan sem birtist óvænt hér inni á miðju gólfi um jólin væri bara þar tímabundið og þau væru að fara að henda henni. Það var nú ágætt þar sem hún er ferlega fyrir mér hérna, get engan veginn séð á tölvuna OG sjónvarpið á sama tíma!

Er að fara í næst síðasta tímann minn í þessum kúrsi á morgun. Er að lesa nokkrar greinar núna um kjarnorkuvopn þar sem fyrirlesturinn mun snúa að hinum ýmsu hliðum í sambandi við þau. Áhugaverðar greinar og örugglega skemmtilegur tími, allavega svona í byrjun... Í enda hans fáum við nefnilega afhent heimaprófið okkar, og svo höfum við vikuna til þess að smíða 10 bls. ritgerð um eitthvert efni sem við eigum að velja að mestu leiti sjálf. Það eina sem við vitum er að efnið mun vera um norð-austur Asíu, og þá væntanlega samvinnu eða sambönd milli landa. Yikes! Þetta verður eitthvað áhugavert þar sem fá okkur þekkja það svæði vel (kennarinn er sérfræðingur um NA Asíu) og við eigum að búa til rannsóknarspurningar sjálf "þar sem það er neðan fyrir okkar virðingu að vera mötuð á ritgerðarefnum". Vikan verðum semsagt strembin býst ég við, og ég sem er veik!

Já, ég er búin að vera ansi kvefuð alla vikuna þó mér sé nú að batna. Spurning um að taka fram hjólið á morgun, ég fékk svo fín og hlý síð undirföt í jólagjöf :)

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Gleðilegt nýtt ár allir saman og takk fyrir blogg samveruna á því liðna!

Jólafrí á Íslandi búið og ég er komin aftur til Uppsala. Það var yndislegt að vera í fríi heima en auðvitað leið tíminn allt of hratt og ég náði nú ekki alveg að hitta alla sem ég ætlaði mér. En svona er þetta alltaf, og fólk er alveg meira en velkomið að koma hingað í heimsókn til mín ef það vill - eins og hann Þorgeir minn er að fara að gera nú í enda mánaðarins!

Ég er annars að taka mér smá tæknfrí - hef verið að tengja DVD spilarann (jólagjöf frá foreldrum) við sjónvarpið en fæ enga mynd! Hljóðið er fínt, en skjárinn bara svartur og mér finnst svona skemmtilegra að horfa líka! Einhverjar hugmyndir? En hvað mann vantar svona græjustrák hingað til að redda svona hlutum...
Annars er Ritchie að koma í heimsókn hingað! Hann bauð í miða á netinu og fékk hann á mjög góðu verði svo hann ákvað að skella sér.

Ég man ekkert hvort ég ætlaði að skrifa eitthvað meira - það kemur bara seinna!