Veröld Fjördísar

þriðjudagur, desember 14, 2004

OK ég ætla að birta það sem við Hjalti vorum að tala um, grikkinn sem hann gerði mér hérna um daginn með góðri hjálp frá Hafliði vini sínum af Fótbolta.net.
Þetta byrjaði á því að hann sendi mér sms og sagði mér að koma á MSN strax, sem ég og gerði. Þá segir hann þetta:

Hjalti | Fótbolti.net says:

HJÖRDÍS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hjalti | Fótbolti.net says:
Ertu þarna?!?!?!?!?!?!?!!?!?!?!?!?!?!?!
Hjalti | Fótbolti.net says:
NEEEEEEEEEEEEEEEEEEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
Hjalti | Fótbolti.net says:
http://www.i.is/bbc/news/story_1011011/
Hjalti | Fótbolti.net says:
Er að reyna að skrifa þetta inn á Fótbolta.net en er snöktandi
Hjördís says:

ef það hefur EITTHVAÐ að gera með mannin hér á myndinni og Chelsea, þá.....

Svo sýnir hann mér þennan link:


Svona byrjaði þetta... Smellið á myndina til að fá hana stærri Posted by Hello

Það lá við að þetta útaf við mig. Gerrard að fara frá Liverpool! Orðrómurinn hafði svosem verið á kreiki með að hann færi kannski til Chelsea en maður hélt alltaf í vonina...
fyrst var ég í afneitun, svo kom reiðin og síðast sorgin og orvæntingin...


Hjördís says:

FUCK NO
Hjördís says:
glætan
Hjalti | Fótbolti.net says:
Of mikið álag á síðunni
Hjördís says:
ég trúi þessu ekki

Ég er enn á þessu stigi auðtrúa og finnst ekkert athugavert við að linkurinn virki ekki vegna álags...

Hjördís says:
þetta er brjálsemi
Hjalti | Fótbolti.net says:
Fáum 12 milljónir og Robert Huth
Hjalti | Fótbolti.net says:
Sem er alveg fínn gaur
Hjördís says:
hjalti ekkert bull
Hjördís says:
hvenrig getur hann þetta!
Hjalti | Fótbolti.net says:
Ég skil þetta svona að hluta til.... hann langar í tilil og það fljótt
Hjalti | Fótbolti.net says:
Og hann fær hann í vor
Hjalti | Fótbolti.net says:
Chelsea verða bókað meistarar, með besta mann í heimi innanborðs
Hjördís says:
hvað með það!

Og áfram helt blekkingin...

Hjalti | Fótbolti.net says:
Við munum kaupa Edgar Davids líklega í staðinn
Hjördís says:
einn skitinn deildartitil!

Hjördís says:

gleraugnaglámur
Hjalti | Fótbolti.net says:
Refreshaðu linkinn

Svo ég geri það og fæ þá þessa síðu upp:


Svo birti hann þetta.... Posted by Hello
Smellið á myndina til að sjá hana almennilega.

Þá sé ég hvað drengurinn hefur gert mér - og ekki einu sinni fyrsti apríl!

Hjördís says:
glætan
Hjördís says:
hjalti ég er búin að segja Alan og Gavini þetta!
Hjördís says:
er þetta ekki satt!
Hjördís says:
segðu mér núna svo ég geti byrjað að afsaka mig!
Hjördís says:
HJALTI
Hjalti | Fótbolti.net says:
Þetta er ekki satt
Hjördís says:
HHHHHHHHHJJJJJJJJJJJJJAAAAALLLLLTTTTTTTIIIIIIIII
Hjalti | Fótbolti.net says:
hahahahahahahahahahahahaaahahhaha
Hjalti | Fótbolti.net says:
HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAH
AHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA

Þetta var ekki mjög skemmtilegt...

Hjördís says:
en shit hvað þetta var flott
Hjalti | Fótbolti.net says:
Tókstu ekki eftir linknum?
Hjalti | Fótbolti.net says:
i.is
Hjördís says:
nei, sá ekkert!
Hjördís says:
bara sá rautt og hjartað mitt hamaðist og ég hljóp á msn línuna....

Hjördís says:

sniðugur pjakkur
Hjördís says:
sniðugur, en hættulegur....

Þannig að svona fór þetta þá... Hjalti kallinn alveg að gera út af við aldraða systur sína. Svo geymdi hann skjámyndirnar, samtalið og allt saman svo að þetta myndi ekki gleymast.
Verð að segja það pjakkar að þeir Hafliði náðu mér þarna! Bíddu bara... ég mun launa lambið gráa fyrr eða síðar. Muahahahahha!

laugardagur, desember 11, 2004

Þá vitiði það!

trouble
Þú ert Little Miss Trouble!


Which Little Miss are you?Afskaplega hlakka ég til að sofa í mínu rúmi, maður sefur aldrei vel annars staðar, sérstaklega í einbreiðu rúmi kraminn upp við vegg.
Ég ákvað að gista hjá Irene í gær vegna þess að við og Morinoa (frá Japan, vinur hennar) fórum í Kalmar Nation í gærkveldi til að sjá hljómsveitina "Division of Laura Lee" spila. Komum frekar snemma, upphitunarsveitin "Sambassadeur" ekkert sérstök og of mikið af fólki. En Division stóð fyrir sínu - frábær skemmtun! Og þar sem strætóinn hættir að ganga á miðnætti þá gisti ég bara hjá henni.Þetta eru við Irene (og Johan) um síðustu helgi í Stokkhólmi. Ekkert sérlega góð mynd neitt en jæja.

Annars var Hjalti Þór að gera mér ljótan grikk áðan. Segji frá honum á morgun og birti myndir af því... drengurinn gerði mér ansi bilt við verð ég að segja! Hrekkjusvín myndu sumir segja...

miðvikudagur, desember 08, 2004

Va hvad eg get ekki einbeitt mer. Sit inni a bokasafni her annan daginn i röd i meira en 5 tima ad lesa. Tad er mikid fyrir mer! Serstalega ad dögum eins og tessum tegar mitt astkära Liverpool er ad leika i kvöld og getur dottid ut ur Meistaradeildinni! Aetla semsagt heim "snemma" i dag til ad leiknum i kvöld, sem er sem betur syndur her a sjönvarpstöd sem eg hef!

Stokkholmsferdin um helgina var ferlega fin. Tad eru komnar inn myndir sem eg skal visa a seinna tegar eg er heima. Ennig ad birta nokkrar her inn a bloggid med helstu personum og leikendum.

A morgun aetla eg ad reyna ad hjola i skolann. Eg veit, eg er ad taka sma ahaettu tar sem tad er enn sma frost a götunum og litlir skaflar sumstadar - en tessi straetogjöld eru alveg ad sliga mann! Finnst madur aetti ad fa afhenta straetomida fra skolanum eins og tegar madur var Årbaejarskola :)

Å morgun fer eg i 2 fyrirlestra. Sidan er vikufri fram til 17. des tegar eg fer i adra 2 fyrirlestra. Var ad lita yfir lesefnid fyrir ta og snarhaetti vid ad halda ad tetta se eitthvad "fri" - a eftir ad kynnast bokasafninu betur en eg hefdi nokkurn timann viljad a naestunni...

Sma tilkynning til mömmu: Hun Magga bidur vel ad heilsa ykkar. Hun hoadi i mig i Lunds's Akademiska bokaverslununni adan. Eg er svo omannglögg ad eg strunsadi beint fram hja henni - og mun an efa gera tad aftur naest tegar eg se hana. Hun er bara ein ad tessum typum sem madur man ekkert eftir. Allavega, kvedjunni fra henni komid til skila.

Aetla ad fara aftur upp i lestarsal ad lesa...

föstudagur, desember 03, 2004

Komin í helgarfrí aftur - veit ekkert hvað ég á af mér að gera í allan dag!

Eftir tíma í gær, fyrsta alvöru tímann okkur í þessum kúrsi (höfum bara verið með gestafyrirlesara því kennarinn var í Kína) fórum við Elise (ekki norska skrýtna)á Hótel Uppsala með Irene. Ætluðum að vera voða duglegar að lesa fyrir daginn í dag en... Svo kom fleira fólk í heimsókn og við enduðum í enn einum kvöldmat hjá Asingjunum (finnst það skemmtilegra orð en Asíu fólkið hehehe). Og svo var ákveðið að við skelltum okkur á Brasilíska skemmtun í V-Dala Nation. Samba kennsla og lifandi tónlist, brasilískir drykkir og matur (sá það reyndar aldrei...), dansarar og voða fjör. Allra skemmtilegast var show frá hópi af fólki sem stundar Capiro (?) sem er einskonar blanda af bardagaíþróttum og dansi, ótrúlega flott alveg og vel vöðvastæltir strákar :)

Í morgun var svo illa farið með okkur - tíminn byrjaði á þeim ókristilega tíma 8:30! Slíkt hefur ekki gerst áður þarna og fólkið sem býr í Stokkhólmi sko ekki sátt, lestirnar varla byrjaðar að ganga innan Stokkhólms þegar það leggur af stað! Elise ákvað því að gista hjá mér í nótt sem er ekkert nema sjálfsagt! Ég er háð strætókerfi borgarinnar og þurftum við því að yfirgefa skemmtunina á miðnætti og fara heim. Vöknuðum svo eldhressar og sátum yfir tei og ristuðu brauði svo lengi að við misstum af strætó, tvisvar... Ofsa sorglegt að missa af fyrsta korterinu af fyrirlestri um Theoratical Frameworks of Regional Organizations, contructivism and realismn argument zzzz. Það var ekki fyrr en eftir tímann sem góðar umræður áttu sér stað og ég komst inn í þessa hugsun og átti meira að segja fantagóða athugasemd sem benti á veikleika í kenningu hans - eða það fannst mér allavega. Svanström fannst ég örugglega bara einföld og barnaleg... Það sem hægt er að segja um kenningar finnst mér þetta: Þær eru aldrei algildar, og of mörgun "hvað ef" háðum til að hafa notagildi. Finnst það eigi bara að banna þær, enda langir lestrar um kenningar sem fjalla ekki um neitt og hægt væri að útskýra á einni blaðsíðu einum of margir hjá okkur. Þetta er náttúrulega einföldun hjá mér...

Allavega, ætla að taka því rólega í kvöld því á morgun er bekkjarferð til Stokkhólms. Ætlum að fara þangað á hádegi og eyða deginum á Skansinum, svo borða saman og hitta svo fólk sem var í þessu prógrammi í fyrra á einhverri krá. Hef fengið inni hjá Lauru og þarf því ekki að hafa áhyggjur af að koma mér heim til Uppsala annað kvöld sem er ljúft.

Góða helgi!