Veröld Fjördísar

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Ekki það að ég sé neitt að gorta - en við systinin erum að gera það gott á Fótbolta.net í gær!



Innlit á Fótbolti.net Posted by Hello

Hægt er að klikka á myndina til að fá hana stærri (og sjá þarmeð hversu margar lesningar fréttin mín fékk hehe)

In other news... þá er ekkert að frétta.
Ætla að fara með nokkrum krökkum að læra sænska þjóðdansa annað kvöld - spennandi :)

Jenný hérna upp kom niður til mín og var að hafa áhyggjur af því að mér leiddist, bauð mér að koma upp í kaffi þegar ég vildi og spjalla við þau. Í gær kom mamma hennar með hálfa kryddköku fyrir mig, ofsalega góð alveg og mér finnst ég þurfa að launa greiðann. Kannski maður gerist myndarlegur og standi í einhvers konar smákökubakstri?

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Það er alveg ofsalega sorglegt að sjá síðasta strætó kvöldins renna í burtu þegar maður kemur fyrir hornið...
Fór í kvöld heim til Fran þar sem við nokkrar úr bekknum ætluðum að hittast og borða saman og svona. Felicicy, Ana og Irene voru þarna líka og við borðuðum voða gott. Fran gerði lítil smjördeigstykki með spínati og fetaosti, Ana voða gott salat, Irene kartöflur með salati og hnetusósu (yumm), og Felicity kom með ávexti og súkklaði. Eftir það fórum við og sátum i gufubaði og spjölluðum, voða fínt. Fran býr í Flogsta sem er stórt svæði með blokkum fyrir nemendur og í hverri blokk er víst sauna!
Tók svo strætó niður í bæ, sama strætó og allir voru að taka til að fara að skemmta sér en ég bara fullorðin og fór heim. Eða reyndi það allavega! Fékk skiptimiða og ætlaði yfir í sjöuna þegar hún keyrir í burtu. Æltaði bara að harka af mér og ganga heim þá, en sá að sexan var alveg að koma, tók hana að Täljstenen og eftir það var ekki nema svona 20 mín. gangur hingað heim :)

í gær fór ég niður í bæ að hitta hana Tuuli mína sem ég sé svo sjaldan því fór í annan kúrs en við öll - fórum á kaffihús bara. Eftir það kíktum við á Hótel Uppsala þar sem margir nemendur búa (já þetta er alvöru hótel) og enduðum í kvöldmat hjá Tomoka og vinum hennar. Kóreskur og Indónesískur matur er góður, fyrir utan einn rétt sem ég píndi í mig - einhverskona hrisgrjónakaka (meira svona klessa) skorin niður í sneiðar og steikt á pönnu, ekki gott :( En fínt að lenda í svona góðum kvöldmat kvöld eftir kvöld, get bara borðið afganginn af spaghettíinu á morgun.

Bara verð að segja að greinin mín á Fótbolti.net var sú mest lestna þar í gær!!! Go me :)

Já og Daniel minn vann Idolið, húrra! Hann er þrusugóður og hefur góða svona "soul" rödd.

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Vil byrja á því að óska henni Guggu systur minni innilega til hamingju með afmælið í dag!


Til lukku systa! Posted by Hello



Til hamingju elsku systir - þó það sé mikið að gera núna og framundan mundu að njóta dagsins :) Og ekki er verra að hafa Christian Walz með sér :)


Í gær var fyrsti bekkarkvöldverðurinn okkar. Fyrr um daginn var fundur allra nefndanna sem við erum að setja upp og þetta er orðið ekkert smá umfangsmikið! Við erum alveg að breyta öllu og vonandi á þetta eftir að skila sér til komandi bekkja í þessu prógrammi. Helsti vandinn núna er að Ashok er í Indlandi og Peter í Ástralíu, þannig að deildin er hálflömuð í nokkra mánuði og erfitt að finna einhvern til að snúa sér til með ýmislegt sem upp kemur. Einnig erum við svona á milli deilda og svolítið yfirgefin þar sem prógrammið er í 3 deildum. En vonandi lagast þetta allt saman og við njóta þess öll.

Allavega, við fórum fyrst nokkur til Lauru í hvítvín fyrir matinn, og svo í eitt Nationið sem var með ágætan mat. Johan hafði gert sprenghlægjilega PowerPoint sýningu, svo sungum við sænsk lög og svona. Ég og Siggi vorum beðin um að syngja einhverja íslenska drykkjusöngva og okkur þótti það nú ekki mikið mál.... í fyrstu. Svo bara jæja... hvað eigum við að syngja? Hmmm.... (allir biðu eftir okkur) mér bara dettur ekkert í hug! Get svo svarið það, það eina sem hann kunni var María María sem er nú frekar svona útilegulag frekar en drykkjusöngur per ce. Endaði á því að ég söng "Kvennmannlaus í kulda og trekki" og Siggi hafði aldrei heyrt. En það er svosem kannski ekki að marka þar sem hann hafði heldur ekki heyrt "100 grænar flöskur hangan´uppá vegg" En semsagt, mig bráðvantar einhver góð lög núna til að kyrja næst :) Ætla að athuga hvort ég finni eitthvað á netinu...

föstudagur, nóvember 19, 2004

Ofsalega finnst mér ég hafa afkastað miklu í dag, og enn er hálftími í Idol - ótrúlegt alveg!

Byrjaði á því að fara í tími í morgun, ágætis fyrirlestur og umræður um Sameinuðu Þjóðirnar fyrr og nú. Eftir það datt ég óvart inn á fund hjá félagsmálahópnum í bekknum, ætlaði í alvörunni ekkert að taka þátt! Eftir það fórum við Elise (USA, ekki norska skrýtna), Leo og Anna konan hans heim til Irene í langan hádegismat. Svo ákváðum við E og I að skreppa nú bara í bíó svona í tilefni dagsins! Fórum að sjá Dagbók Bridget Jones á fjögur sýningu og skemmtur okkur ferlega vel - alls ekki slappari en sú fannst mér þó svo ekkert toppi bækurnar...

Þannig að ég var bara komin heim rúmlega sex eftir aðra skemmtilega strætóferð heim. Bjallan hætti að virka á strætó (sem var troðinn fram að dyrum) svo að fólk þurfti að kalla alla leið fram til hans ef það vildi komast út - og þessir harmónikkustrætóar eru sko ekkert stuttir! Þetta var stundum mjög skondið að heyra einhvern aftast kalla fram og svo gekk það þar til vagnstjórinn heyrði... alltaf eitthvað spennandi að gerast í sjöunni :)

Hef svosem engin plön fyrir helgina meira - ekki tími aftur fyrr en á miðvikudaginn þannig að eitthvað les maður nú, svo er fundur hjá mér á þriðjudag og svona þannig að ég vona að mér leiðist ekki!
Alveg að koma tími á Idolið mitt, bara 3 þáttekendur eftir og ég held að Filip fari í kvöld. Svo vona ég að Daniel vinni þó svo Darin hafi komið sterkur inn í síðustu viku og sé uppáhald allra ungra stúlkna í Svíþjóð...

Góða helgi!

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Ofsalega er nú samt allt fallegt svona í nýföllnum snjónum. Hann er þykkur og situr vel á trjánum, mig hálf langaði til að fara út og leika mér í honum einhverstaðar! Hef nú ekkert séð nein ofsalega vandræði vegna hans í dag, strætó var að vísu smá seinn og festi sig næstum tvisvar sinnum... Hins vegar er greinilegt að fólk notar almenneningssamgöngur miklu meira að sjálfsögðu, og ég trúi ekki öðru en strætó hafi verið kol ólöglegur þegar ég fór heim áðan, svo vel var þjappað í hann. Bílstjórinn hvatti fólk glaðlega til að færa sig nú aftar, en samt var fólk alveg við fremstu dyrnar og við það að detta út.





Ekki minn strætó sem betur fer, þessi festist samt hér í Uppsala.

Ég komst eitthvað í svo mikla stemmningu eftir lesturinn á bókasafninu í dag að ég ákvað að fara að skoða jólaskraut og fínerí. Keypti málband, batterí, hjólalukt og sleif - svakalega spennandi alveg...

Jæja þá er snjórinn kominn hingað til Uppsala.
Held það sé tími til að spenna á sig gömlu gönguskónum sem einhver heimtaði að ég tæki með hingað (takk mamma) , taka fram strætókortið og leggja hjólinu. Vona að hann hverfi nú samt fljótt enda langar mig til að hjóla frekar, en svona er víst þetta harða líf hér í Norðrinu -- engir Gerorgíuvetrar fyrir mig hérna!

Er að fara niður í bæ á SWEMUN (Sweden Model United Nations) fund, ég læt alltaf draga mig út í eitthvað.... er núna orðin umsjónarmanneskja yfir umsóknum fyrir Model UN sem verður haldið hér í Uppsala í mars.

Margar óánægjuraddir með hluta fyrsta kúrsins okkar hérna urðu til þess að við í bekknum ætlum að stofna til félags innan hans sem fer með mál nemanda, sér um félagslegu hliðina og allt það sem við höfum verið að gera svona óformlega í haust. Ég ákvað að láta til mín í sambandi við að halda sambandi við gamla nemendur eftir útskrift (er til íslenskt þýðing á Alumni?) og stofna til félags sem vonandi heldur áfram eftir okkar bekk.
Bekkurinn er með mjög margar góðar hugmyndir um hvernig hægt væri að gera þetta prógram betra, auka veg þess og virðingu, og leyfa okkur á fá meira út úr því. Það gerist víst ekkert fyrr en maður gerir það sjálfur ekki satt!

Jæja strætó bara að koma held ég, best að fara út í snjóinn!

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Ta er eg komin aftur til Uppsala. Vegna tess ad eg maetti ekki i tima i gaer vissi eg ekki ad stundatoflunni hefdi verid breytt i dag og ekki timi fyrr en eftir 4 klukkutima - nota timann til ad lesa fyrir hann og aetla ad kikja a pallbordsumraedur og fyrirlestra i dag (um lydraedi, lydraedismyndum, Sameinudu Tjodirnar og hvenaer tae eiga gripa inn i og tess hattar) sem eru i adalbyggingu Haskolans.

Eg for semsagt til Islands i sidustu viku til ad vera vid jardarfor hennar Gunnu ömmu minnar sem lest 29. oktober. To svo tilefnid hafi ekki verid beint skemmtilegt, var gott ad koma heim og fint ad njota tess ad eiga fri fra skolanum eftir ritgerdarstressid i sidustu viku. Eg er buin fa einkun fyrir hana, G sem stendur fyrir Good. Tad eru eiginlega bara 2 einkunnir gefnar; VG ef verkefnid er einstaklega gott og svo G, lika haegt ad falla reyndar. Ritgerdin bar nafnid "The Role of the United Nations in Democratization: A case study of Afghanistan" og var eg tokkalega anaegd med hana. Verst ad vita ekkert hvort madur var naer VG eda falli, finnst soldid skrytid ad fa ekkert til baka, umsögn eda svoleidis.

Ritchie kom med mer til Islands en for svo til USA i gaer tegar eg kom hingad. Mikid akaflega er nu einmannalegt a Fältvägen nuna... En hann naut timans baedi herna uti og svo a Islandi og langadi ekkert aftur ut, vildi reyna ad saekja um politiskt haeli vegna forsetavalsins tar! Eg er buin ad tala svo mikid um tad i skolanum ad eg nenni ekki ad tja mig um tad her, enda svosem ekki miklu vid ad baeta. Eg rett tapadi hins vegar vedmali sem vid i bekknum gerdum fyrir kosningarnar, endadi i 3 saeti af 23 sem mer totti nokkud gott. Hins vegar var eg daldid skommustuleg ad jata ad eg hefdi vedjad a Bush og finnst agaett ad hafa ekki greatt peninga a tvi!

Eg er alveg komin med nog af tvi ad taka lestir til og fra tessum blessadi flugelli herna. I sidustu viku aetludum vid ad fara med lest a flugvollinn, keyptum mida og bidum roleg eftir eftir henni. Og bidum og bidum. Og bidum svo adeins meira. Svo for folk i kringum okkur ad tynast i burtu, enda hefdi lestin att ad vera komin og taer eru nu alltaf a rettum tima. Vid panikkudum soldid enda ekki langt i flugid til Islands og drifum okkur aftur inn a brautarstod. Fann tar mann sem sagdi ad lestin kaemi bara ekki, og ekki onnur vaentanleg fyrr en 2 timum seinna. Ta for nu daldid um mig tar sem stod med midanana i hendinni og heimtadi endurgreidslu og bad hann ad visa okkur ad naestu rutu. Hefdi nu noldrad meira i honum ef vid hefdum haft tima. Fundum ruturnar og audvitad var bid i okkar. Ad auki tekur hun helmingi lengri tima en lest ad komast a afangastad og var dyrari en vid heldum i vonina. Komum ut a voll 25 min fyrir brottfor en var ekki leyft ad fara i gegn... Fengum flug daginn eftir og ekkert eftir nema fara aftur heim. Leitudum ad lest til baka en fundum ekki, endudum a bolvadri rutunni til Uppsala.

Svo nuna i gar aetladi eg ad spara pening og taka lest, ta er nu meira ad finna hvadan hun for! Tvaeldist a milli Sky City og hins enda vallarins, og var ad lokum bent a ad fara nidur i C terminalinn. Tad var soldid scary, bara hurd inn og svo langur rullustigi nidur i idur jardar. Kom svo ad odrum stiga enn lengra nidur og for i pinu afall tegar eg sa ad hann hreyfdist ekki. Andvarpadi og sa fyrir mer ad eg tyrfti ad halda a toskunni nidur allan stigann sem er nu ekki stuttur. Svo gerdust undur og stormerki - tegar eg nalgadist hann for hann af stad! Ta eru sviar svona snidugir ad spara rafmagnid og setja hann bara i gang tegar einhver tarf ad nota hann. Mer letti mikid og helt nidur. Tar var ekki nokkur manneskja. Bara lestarteinar a badar hendur, stutt göng ur gleri, eitt skilti sem blikkadi X2000 og algjor tögn. Gekk tarna um og fann loks midasjalfsala, keypti mida sem var nu ekki nema 4 kronum odyrari en rutan enda ekki med nemendaafslatt og for svo ad velta fyrir mer hvad naest. Heyrdi ad rullustiginn for i gang og beid eftir ad einhver kaemi sem eg gaeti radgast vid, en tad var bara kona sem var eins radvillt og eg og atti ekki einu sinni bankakort til ad nota i midasjalfsalanum. Svo eg bara beid og leit i kringum mig, ekkert gerdist. Eftir svona 10 minutur kom loksins eitthvert folk sem eg stokk a og fekk ad vita ad X2000 vaeri lestin sem faeri i gegnum Uppsala og hvoru megin hun var. Eftir svona 15 min. bid kom hun loks tarna i gegn og eg settist fegin inn, lestarvördurinn abyrgdist ad hun faeri til Uppsala. Svo svona 20 min seinna sa eg ad vid vorum ad koma ad einhverri lestarstöd, var ekki i vafa um ad tad yrdi tilkynnt hvar vid vaerum svo eg gaeti farid ut a rettum tima. En nei, ekki neitt i hatalarakerfinu. Reyndi ad skima eftir kennileiti, sa Slotts verksmidja (tessari sem framleidir Slotts sinnepid!) og akvad ad drifa mig ut. Tad var heppilegt tvi tegar eg kom ut, hald dettandi med töskuna a mer, sa eg loksins Uppsala skilti og strak sem eg kannadist vid. Fegin ad komast nidur i bae og taka straetoinn minn heim, hitti meira ad segja Anders sem eg leigji hja i honum. Mer finnst alveg undarlegt hvad sumt i tessu lestarkerfi er illa merkt og skrytid. Eins og madur eigi t.d. bara ad vita ad X2000 lest faeri til Uppsala, ad madur vaeri kominn a lestarstodina, og tess hattar. Meira ad segja straeto herna tilkynnir manni hvada stoppustod er naest og er med skilti sem birtir nafnid a gotunni! En eg komst allavega heim tar sem kold ibud og gomul jogurt tok a moti mer. Blomid mitt enn lifandi meira ad segja.

En ja, nog i bili af bloggi. Held eg skelli mer a fyrirlestur nuna barasta.