Veröld Fjördísar

mánudagur, febrúar 23, 2004

Best að blogga nokkur orð núna, þau síðustu á Íslandi í einhvern tíma. Ég er að byrja að pakka og mun halda til Georgia seinna í dag. Þetta er búið að vera ofsalega fínn tími á Íslandi núna en það er tími til kominn að komast nær AFI tónleikunum sem ég er að fara á á föstudaginn, hlakka ferlega til!

Núna hef ég alveg helling til að skrifa um en nenni því bara ekki núna. Yfirlit frétta kemur samt hér:
Herdís er hætt í norska skólanum sínum og ætlar að koma heim núna á miðvikudaginn!
Ég og Þórdís heldum sameignilega upp á 25 ára afmælin okkar á Hverfiz núna sl laugardag, takk fyrir mig og ástarþakkir fyrir að koma og gleðjast með okkur!
Takk fyrir matreiðslubókina og Eurovision bókina Hafdís! Íslendingar eru svo drífandi og duglegir og framtakssamir.

Jæja best að fara að pakka áfram, þetta er ekkert lítið dót sem maður er að taka með sér, sérstaklega tekur sængin mikið pláss en ég neita að skilja hana eftir, það er bara ekki hægt að notast við lak alltaf.
Frétti að vorið sé að koma til Georgíu, fuglarnir séu farnir að kvaka og sólin að brjótast fram úr skýjunum, allri bíða í ofvæni eftir The Return of the Fjördís til gleðibæjarnins Carrollton. Reyndar er Senoia alveg klukkutíma frá Carrollton og fólk það skilur ekkert í mér og vill fá mig "heim" til Carrollton aftur, ég bara yfirgef þau! En ég meina, ég á eftir að koma í heimsókn og svona, international party og fleiri stórviðburði. Svo býr nátturulega Anisa þar svo ég hef ærna ástæðu til að kíkja við. Svo er aldrei að vita nema fleiri íslendingar bætist við þarna..... að þjálfa til dæmis fótbolta eða eitthvað ;)

Back to packing - sjáumst!

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Ég ætlaði bara rétt að óska sjálfri mér til lukku með daginn:
Innilega til hamingju með afmælið Hjördís!
Já takk takk sömuleiðis! ::hug::

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Bara morð og læti! Og það í smábæ fyrir austan.
Svo er verið að hafa áhyggjur af manni í Atlanta... öss!

Góður sigur hjá mínum mönnum á öllum vígstöðvum í gær. Liverpool vann City and Fram komst í bikarúrslitin i handboltanum, ekkert nema gott um það að segja.

Ég er búin að vera að hugsa mikið um íslenska skólakerfið núna undanfarið og sé á því marga galla. Fór svona að spá meira í þetta eftir að Herdís var að lýsa raunum sínum eftir Prófið mikla í gær. Hún er náttúrulega í dýralæknanámi og miklar kröfur gerðar um utanbókarlærdóm, en að hafa það að fyrirkomulag á að í "þessum skóla er stefnan þessi: "lestu þessa þrjá doðranta ítarlega og lærðu allt utanbókar svo spyrjum við úr einhverjum 5 atriðum" eins og Herdís segir, finnst mér út í hött. Það er ekki verið að gera neinum greiða með því, hvorki nemendum né tja, tilvonandi veikum dýrum. Ég kynntist því úti að mjög oft var gefinn nákvæmur Study Guide með öllu því sem lagt var áherslu á á prófinu. Þá gerði maður það, og lærði það efni mjög vel. Hver er hugsunin á bak við það að nemendur læri betur á því að þurfa sjálf að velja og hafna því efni sem það les fyrir próf? Leggur kannski ofuráherslu á eitthvað sem litlu máli skiptir, en sleppir svo öðru (sem alltaf virðist rata á próf). Nemendur læra hvorki minna né verr fyrir próf sem þeir þekkja! Þetta er ekkert flókin hugsun, en samt virðist allt of mörgun finnast hún einkennileg, annars væri þetta form notað oftar. Og hjá mér úti voru langoftast 4 próf á önn sem öll giltu jafnmikið (svo verkefni þar ofan á), ekkert stórt lokapróf í endann sem er auðvitað furðuleg uppfinning. Já, margt sem hægt er að velta sér upp úr þarna...

Back to work peeps!

mánudagur, febrúar 09, 2004

Bíddu... er þetta sanngjarnt?


Fyrir þá sem ekki þekkja eru þetta (fá vinstri): Jussi Jaaskeilainen markvörður Bolton, Elvar, Sami Hyypia varnarmaður Liverpool, og svo Hjalti lukkupadda. Bara haldandi utan um Hyypia eftir leikinn í gær eins og ekkert sé sjálfsagðara! Uss svona fólk! En þeir Elvar skemmtu sér mjög vel í góðum félagsskap Guðna Bergs, Stebba Hilmars, Jóni Ólafs og fleirum. Þar sem Hjalti og Elvar skrifa fyrir fotbolta.net þá reddaði Guðna þeim pössum til að komast inn í svona Players Lounge bæði fyrir og eftir leik og þá hitti hann Hyypia og sá fleiri góða L´pool töffara. Þetta var gaman og ég oggu afbriðissöm.... Hver vill bjóða mér á Anfield? Helst með svona VIP passa?

Já ja, myndin kemur þá bara ekkert! Hérna má lesa ferðasöguna þeirra, sjá myndina (og fleiri myndir) og svona, voða skemmtilegt alltaf hreint...

Ég skemmti mér annars vel um helgina. Fórum á The Rasmus á Gauknum á föstudaginn og ég skemmti mér ferlega vel! Þeir voru mjög þéttir en ekkert sérstaklega þungir neitt, gítarleikarinn stórfínn en með fyndinn hreim. Það er einhver veginn bara ekki það sama að heyra með þykkum finnskum hreim "Are you all having a good time yes? The Icelandic girls are the most beautiful girls in the world yes! Are you ready for more yes?" Ekkert svaka rokk því en þetta var stórfínt!
Svo á laugardaginn fór ég í 25 ára afmæli Þyríar Kvennó bekkjarsystur á Thorvaldssen, svo fórum við þaðan yfir á Þjóðleikhúskjallarann í góðum fíling. Svaka skemmtun alveg! Góð tónlist í boði Gullfoss og Geysis.
Bara rólegt í dag - 2 fótboltaleikir m.a. Manchester City v Birmingham sem Hjalti og hópurinn var á. Ekkert mikið fyrir augað sá leikur reyndar...
Svo bara meira bókhald á morgun! Og tvær vikur í brottför til Ammrígu....

föstudagur, febrúar 06, 2004

Stal þessu af blogginnu hennar Huldu og fannst þetta mjög sniðugt. Greinilegt að maður verður að kíkja til Kanada til að ná að hylja alveg helling! Raggi, hvenær má ég kíkja í heimsókn ;) Svo sárvantar alveg eitthvað rautt í S-Ameríku, langar svolítið þangað (ég skal halda mig frá Kólumbíu mamma) að skoða mig um!
Hérna koma svo líka ríkin í USA sem ég hef heimsótt í lengri eða skemmri tíma. Algjör suðurríkjapæja!
create your own visited states map

Fór annars á tónleikana með U2 cover bandinu Die Herren á Nasa í gærkveldi. Þorgeir var svo lukkulegur að vinna miða á Rás 2 og elskulegur að bjóða mér með. Þvílík sviðsframkoma hjá söngvaranum - svolítið ýktur en náði þó að draga stemmningu út úr mannskapnum og fá það til að færa sig á dansgólfið fyrir fram sviðið. Þetta byrjaði pent og rólega, en undir endann var fólk farið að grúppíast og læti! Hitti Andra og Bigga þar, auðvitað voru þeir á U2 cover tónleikum, hvernig gat ég ekki giskað eftir að hafa heimsótt þá í írabælið Thomasville... thíhíhí

Er að fara á The Rasmus í kvöld á Gauknum, hlakka ferlega til! Bara skipulega og læti!
Þegar ég var send í hádegismatarleiðangur áðan heyrði ég í FM 957 - og hvað tekur á móti mér þar nema viðtal við hann Þorgeir! Hann var búinn að segja mér að hann átti að vera þar í viðtali, kynna Bjórkoll og gefa uppskrift að góðri bollu fyrir helgina. Ég má ekki segja neinum frá þessu en hann les ekki bloggið mitt og mun aldrei vita að ég kjaftaði hahaha. Hann stóð sig bara vel fannst mér, virkaði soldið þreytur (kl. var nú bara hálf 10) en það er bara rokk :)

Best að halda áfram að vinna! Góða helgi.
Já og ég öfunda EKKI Hjalti bróðir af því að vera í London núna á leið á tvo fótboltaleiki, bara svo það sé á hreinu!

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Ég er næstum bara eftir mig eftir að hafa farið í ljós i kvöld, og ekki vegna þess að ég hafi brunnið eða eitthvað - nei, þetta var bara svo tæknilegt!
Ljósabekkurinn talaði mig mann, svo voru auðvitað allar stillingar þarna (vifta, ljós, útvarp, leiðbeiningar) og svo það flottasta - vantsúði. Maður gat valið hversu oft hann kom eða þá að hafa hann koma aðra hverja mínútu, annað hvort allan líkamann, andlitið, eða hvorutveggja, og mikið afskaplega var þetta þægilegt! Hef ekki farið í ljós í nokkuð langan tíma og skemmti mér bara konunglega :) Það þarf svo lítið til að skemmta mér....
Svo fórum við líka í sund á eftir og ofsalega var margt fólk þar í kuldanum, jæja þetta var ágætt.

Ég er búin að senda umsóknina mína til Svíþjóð og vonast til að komast að næsta haust. Er einmitt núna að horfa á áhugaverðan þátt á RUV um friðarhafa Nobels Elie Wiesel, sniðugur maður. Þessi þáttur er einmitt það sem ég hef áhuga á og vil læra, frið í heiminum! Svo einfalt er það - hljómar sakleysislega og einfalt en eins og við öll vitum er það langt frá í að vera það. Eða eins og Jimmy Carter fyrrv. forseti USA segir "Peace is more than absence of conflict" og þar hefur hann sko rétt fyrir sér!
Ofsalega verður manni heitt í kjöltunni af því að sitja með tölvuna í soldinn tíma....
Er að hugsa um að fara í háttin, another day of óskiljanlegt bókhald tomorrow. Furðulegt uppátæki svona reikningar og skuldir og þess háttar, ætla aldrei að eignast þannig.